Fréttayfirlit 14. maí 2021

Þolandi styrkti verkefni SOS gegn kynferðisbrotum á börnum

Þolandi styrkti verkefni SOS gegn kynferðisbrotum á börnum

SOS Barnaþorpunum á Íslandi barst á dögunum 53 þúsund króna framlag sem sker sig nokkuð úr frá hefðbundnum framlögum til SOS. Forsagan er sú að ókunnugur maður setti sig í netsamband við stúlku á efsta stigi í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og sannfærði hana um að senda honum kynferðislegar myndir af sér gegn greiðslu.

Móðir stúlkunnar tilkynnti þennan netglæp til lögreglunnar sem hefur málið til rannsóknar. Móðirin vildi á einhvern hátt skila peningunum sem stúlkan fékk fyrir myndirnar og var henni ráðlagt að gefa peninginn til góðgerðarmála. Henni fannst verkefni SOS á Íslandi gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó vera sérstaklega viðeigandi í þessu tilfelli og ákvað því að styrkja það.

Við hjá SOS virðum ósk móðurinnar um nafnleynd. Henni fannst þó mikilvægt að segja frá þessari erfiðu reynslu og vekja athygli á þessari ógn sem svo sannarlega er til staðar hér á Íslandi.

Verkefnið í Tógó

Verulega góður árangur hefur náðst í Tógóverkefninu þó það sé skammt á veg komið. Samkvæmt nýjustu úttektarskýrslu frá Tógó hefur verkefnið leitt af sér fangelsun minnst þriggja nauðgara og foreldrafræðsla hefur skilað sér í stóraukningu á tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum.

Stakt framlag

Gefa stakt framlag

Stakt framlag

Þú getur styrkt starf SOS Barnaþorpanna með frjálsum, stökum framlögum þegar þér hentar. Þannig tekur þú þátt í að skapa þann fjárhagslega grunn sem gerir samtökunum kleift að byggja ný barnaþorp, sinna uppbyggingu og halda úti umbótaverkefnum um heim allan. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna fjölmörg verkefni víða um heim með frjálsum framlögum - allt í þágu barna!

Styrkja