Frétta­yf­ir­lit 2. des­em­ber 2022

Þór­dís Kol­brún heim­sótti SOS barna­þorp í Mala­ví

Þórdís Kolbrún heimsótti SOS barnaþorp í Malaví

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra er í Mala­ví þessa dag­ana og það er gam­an að segja frá því að í gær heim­sótti hún SOS barna­þorp­ið í höf­uð­borg­inni Lilong­ve. Þar hitti hún börn og SOS-mæð­ur þeirra og fékk að kynn­ast þessu stór­kost­lega starfi sem SOS vinn­ur þarna. Það búa 88 börn og ung­menni í barna­þorp­inu í Lilong­ve og 43 þeirra eiga SOS-for­eldra á Ís­landi.

Það er mik­il og góð teng­ing milli Ís­lands og Mala­ví. Þar fjár­magn­ar SOS á Ís­landi fjöl­skyldu­efl­ingu með stuðn­ingi ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, verk­efni með því mark­miði að forða börn­um frá að­skiln­aði við for­eldra og styðja fjöl­skyld­ur til fjár­hags­legs sjálf­stæð­is. Þá er ís­lenskt sendi­ráð í Lilong­ve enda hafa Ís­land og Mala­ví starf­að sam­an á sviði þró­un­ar­sam­vinnu frá ár­inu 1989.

Fjögur SOS barnaþorp eru í Malaví og í þeim búa 433 börn og ungmenni sem áður voru umkomulaus en hafa nú eignast nýja fjölskyldu og bjartari framtíð blasir við þeim. 166 af þessum börnum og ungmennum eiga styrktarforeldra á Íslandi, SOS-foreldra. Fjögur SOS barnaþorp eru í Malaví og í þeim búa 433 börn og ungmenni sem áður voru umkomulaus en hafa nú eignast nýja fjölskyldu og bjartari framtíð blasir við þeim. 166 af þessum börnum og ungmennum eiga styrktarforeldra á Íslandi, SOS-foreldra.

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...