Þórdís Kolbrún heimsótti SOS barnaþorp í Malaví
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í Malaví þessa dagana og það er gaman að segja frá því að í gær heimsótti hún SOS barnaþorpið í höfuðborginni Lilongve. Þar hitti hún börn og SOS-mæður þeirra og fékk að kynnast þessu stórkostlega starfi sem SOS vinnur þarna. Það búa 88 börn og ungmenni í barnaþorpinu í Lilongve og 43 þeirra eiga SOS-foreldra á Íslandi.
Það er mikil og góð tenging milli Íslands og Malaví. Þar fjármagnar SOS á Íslandi fjölskyldueflingu með stuðningi utanríkisráðuneytisins, verkefni með því markmiði að forða börnum frá aðskilnaði við foreldra og styðja fjölskyldur til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þá er íslenskt sendiráð í Lilongve enda hafa Ísland og Malaví starfað saman á sviði þróunarsamvinnu frá árinu 1989.
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...