Fréttayfirlit 16. janúar 2017

Þrettán milljónir til Kólumbíu og Simbabve

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent rúmar þrettán milljónir íslenskra króna til tveggja verkefna samtakanna í Kólumbíu og Simbabve. Um er að ræða verkefni sem SOS í Noregi fjármagna en alls fara 500 þúsund norskar krónur til hvors verkefnis. Efnahagsástandið í Noregi er erfitt um þessar mundir og því er afar gleðilegt að geta aðstoðað frændur okkar með þau verkefni sem þeir hafa skuldbundið sig til að greiða.

Annars vegar er um að ræða tilfærslu barnaþorps í Bogota í Kólumbíu og hins vegar kostnað vegna reksturs ungmennaheimilis í Bindura í Simbabve.

SOS Barnaþorpið í Bogota er 44 ára gamalt og stendur á lóð í eigu yfirvalda. Samningur SOS og yfirvalda rann út um áramótin og því var ákveðið að kaupa tíu ný hús og innrétta þau eftir þörfum SOS Barnaþorpanna. Samhliða þessum aðgerðum munu samtökin bjóða upp á fósturforeldraúrræði til að geta hjálpað fleiri börnum.

65 ungmenni búa á SOS ungmennaheimilinu í Bindura en heimilið hefur verið starfrækt síðan árið 1993. Ungmennaheimilið samanstendur af þremur húsum í barnaþorpinu sjálfu og fjórum húsum sem staðsett eru rétt fyrir utan þorpið.

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...