Fréttayfirlit 15. ágúst 2018

Þúsundkallinn verður að 14 þúsund krónum

Það er alltaf ánægjulegt þegar við getum sýnt styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna árangur af framlögum þeirra og hversu miklu máli þau skipta. Nú liggur fyrir rannsókn hins virta ráðgjafafyrirtækis, Boston Consulting Group, sem undirstrikar þann gríðarlega fjárhagslega ávinning sem hlýst af styrkjum til samtakanna.

Rannsóknin leiðir í ljós að hverjar þúsund krónur sem almenningur leggur til SOS Barnaþorpanna skila að jafnaði um 14 þúsund krónum til baka til samfélagsins. Um er að ræða sjö svæði í Afríku þar sem aðstoðar samtakanna nýtur við og úttektin var gerð á.

Þúsundkallinn verður að 66 þúsund krónum

Þá er mjög ánægjulegt að sjá hversu jákvæð áhrif Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna hefur haft á þessum svæðum. Hóflega er áætlað að hverjar þúsund krónur sem SOS-fjölskylduvinir leggja fram skili 66 þúsund krónum út í samfélagið. Það skýrist af auknum tekjum foreldranna eða umsjónarfólks barnanna.

Sýnt er að ungt fólk sem útskrifast úr verkefnum SOS Barnaþorpanna hefur öðlast sjálfstæði, menntun og einbeitingu. Brennandi af áhuga og framkvæmdagleði lyftir unga fólkið svo samfélaginu upp á annað plan, félagslega og fjárhagslega. Þitt framlag er því fjárfesting í samfélagi framtíðarinnar.

Rannsökuð voru fjárhagsleg langtímaáhrif af fjölskyldueflingu og fjölskylduumsjón á eftirtöldum svæðum í Afríku og Asíu; Abobo-Gare (Fílabeinsströndinni), Dakar (Senegal), Kara (Tógó), Surkhet (Nepal), Zanzibar (Tansaníu), Mbabane (Svasílandi) og Hawassa (Eþíópíu).

Tvö fjölskyldueflingarverkefni eru nú í gangi sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna, í Tulu Moeye í Eþíópíu og hins vegar í Callao í Perú.

SOS-fjölskylduvinir halda uppi Fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna með framlögum frá 1.000 krónum og upp úr. Þú getur gerst SOS-fjölskylduvinur hér.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...