Fréttayfirlit 8. október 2021

Tilkynning vegna netárásar

Tilkynning vegna netárásar

Netárás var gerð á tölvukerfi alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna 18. september sl. án þess að alvarlegur skaði hlytist af. Viðbragðsáætlun samtakanna var strax sett í gang og gagnráðstafnir gerðar, svo sem að tilkynna öllum viðeigandi yfirvöldum.

Með utanaðkomandi sérfræðiaðstoð í netöryggi var öryggi tölvukerfis samtakanna tryggt og var virkni allra netþjóna komin í eðlilegt horf á ný þann 30. september. Eftir ítarlega rannsókn er ekkert sem bendir til þess að persónuupplýsingum hafi verið stolið eða lekið.

SOS Barnaþorpin taka netöryggismál og vernd persónuupplýsinga skjólstæðinga, styrktaraðila og starfsfólks mjög alvarlega og munu áfram leggja mikla áherslu á að vernda þær.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...