Fréttayfirlit 1. september 2015

Tombóla á Menningarnótt

Á Menningarnótt tóku bræðurnir Benedikt og Bjartur sig til og héldu tombólu til styrktar SOS Barnaþorpunum en þetta er í fimmta skipti sem þeir halda slíka fjáröflun á Menningarnótt. Þeir bræður, ásamt fjölskyldu sinni styrkja dreng sem heitir Asif Hussain og býr í SOS Barnaþorpinu í Dhaka í Bangladess. Þeir ákváðu því að láta ágóðann renna sérstaklega til barnaþorpsins sem Asif býr í.

Með smávægilegri hjálp foreldra sinna undirbjuggu Benedikt og Bjartur tombóluna og stóðu svo við söluborð sitt á horni Skólavörðustígs og Eiríksgötu. Benedikt sem er 8 ára og Bjartur sem er 6 ára seldu grimmt og söfnuðu hvorki meira né minna en 20.000 krónum. 

SOS Barnaþorpin þakka bræðrunum kærlega fyrir stuðninginn!

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...