Tombóla á Menningarnótt
Á Menningarnótt tók Benedikt Þórisson sig til og hélt tombólu til styrktar SOS Barnaþorpunum. Þetta er í sjöunda skipti sem Benedikt heldur fjáröflun á Menningarnótt en áður hefur yngri bróðir hans, Bjartur, verið með. Þeir bræður, ásamt fjölskyldu sinni styrkja dreng sem heitir Asif Hussain og býr í SOS Barnaþorpinu í Dhaka í Bangladess og rennur ágóðinn til barnaþorpsins sem Asif býr í.
Benedikt safnaði 8.200 krónum í ár og þakka SOS Barnaþorpin honum kærlega fyrir stuðninginn!
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...