Fréttayfirlit 29. apríl 2015

Tombóla í Lýsuhólsskóla

Krakkarnir í Lýsuhólsskóla stóðu fyrir tombólu á dögunum til styrktar SOS Barnaþorpunum. Í Lýsuhólsskóla eru nemendur í 1. til 10. bekk úr dreifbýli Snæfellsbæjar sunnan fjalla en skólinn er staðsettur í Staðarsveit.

Krakkarnir gerðu sér lítið fyrir og söfnuðu 46.000 krónum. SOS Barnaþorpin eru einstaklega þakklát fyrir framlagið, sér í lagi þegar tekið er tillit til fjölda barna í Lýsuhólsskóla en hann er svipaður og í einum grunnskólabekk á höfuðborgarsvæðinu.

Kærar þakkir!

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...