Tombóla í Lýsuhólsskóla
Krakkarnir í Lýsuhólsskóla stóðu fyrir tombólu á dögunum til styrktar SOS Barnaþorpunum. Í Lýsuhólsskóla eru nemendur í 1. til 10. bekk úr dreifbýli Snæfellsbæjar sunnan fjalla en skólinn er staðsettur í Staðarsveit.
Krakkarnir gerðu sér lítið fyrir og söfnuðu 46.000 krónum. SOS Barnaþorpin eru einstaklega þakklát fyrir framlagið, sér í lagi þegar tekið er tillit til fjölda barna í Lýsuhólsskóla en hann er svipaður og í einum grunnskólabekk á höfuðborgarsvæðinu.
Kærar þakkir!
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...