Fréttayfirlit 3. júlí 2024

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert styrktarbarn og áður var fjöldinn takmarkaður við eitt SOS-foreldri frá Íslandi á hvert barn.

SOS-foreldrar greiða kr. 3.900 á mánuði fyrir að styrkja stakt barn en þeir sem velja að styrkja „öll börn í barnaþorpi“ greiða 4.500 krónur. SOS Barnaþorpin vanda til verka og leggja áherslu á að börnin fái góða og varanlega umönnun. Á það við um húsnæði, menntun og annað í lífi barnanna. Framfærslukostnaður eins barns er nokkuð hærri en kr. 3.900 og því þurfa fleiri en einn styrktaraðili að standa að baki hverju barni.

Alls eru tæplega 9.800 SOS-foreldrar á Íslandi að styrkja börn í SOS barnaþorpum í 107 löndum. Langflestir styrkja stök börn, sumir styrkja „öll börnin“ í einu tilteknu barnaþorpi og sumir velja að styrkja eftir báðum þessum leiðum. Í dag eru stök styrktarbörn Íslendinga 8.865 talsins.

Nýlegar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...

Viltu hitta SOS „barn“ frá Tíbet og Indlandi?
16. ágú. 2024 Almennar fréttir

Viltu hitta SOS „barn“ frá Tíbet og Indlandi?

Fimmtudaginn 29. ágúst n.k. klukkan 17 gefst styrktaraðilum SOS á Íslandi og öðrum áhugasömum einstakt tækifæri á að hitta konu sem ólst upp í SOS barnaþorpi. SOS efnir til viðburðar þar sem Sonam Gan...