Fréttayfirlit 5. júní 2018

Ungar stúlkur á Reyðarfirði söfnuðu fyrir SOS Barnaþorpin

Þessar góðhjörtuðu ungu stúlkur á Reyðarfirði, Emilía Rós Ingimarsdóttir og Júlía Sigríður Grzegorzsdóttir, höfðu samband við okkur í vikunni. Vinkonurnar, sem eru á níunda aldursári, vildu láta gott af sér leiða og söfnuðu dósum sem þær fengu 12,756 krónur fyrir. Peninginn sendu þær svo til SOS Barnaþorpanna og var upæhæðinni varið í fjölskyldueflingarverkefnið sem hófst í Eþíópíu í janúar sl.

Peningarnir koma að góðum notum fyrir skjólstæðinga fjölskyldueflingarinnar í þorpinu Tulu Moye. Þar búa m.a. systkinin Mena sem er 18 ára og eldri bróðir hennar Tee ásamt tveimur ungum systskinum sínum og eins árs gömlu barni Menu. Móðir þeirra er látin og faðir þeirra yfirgaf þau.

Með hjálp góðhjartaðs fólks eins og Emilíu og Júlíu geta skjólstæðingar fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna, umkomulaus börn, nú fengið mat á hverjum degi og aðstoð til að búa sig undir framtíðina.

Emilía og Júlía eru nú orðnir fjölskylduvinir SOS Barnaþorpanna og þökkum við þeim kærlega fyrir þetta frábæra framtak. Það geta allir gerst fjölskylduvinir hér inni á heimasíðunni okkar sos.is.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...