Valdi börnin frekar en nýjan bíl
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni höfðingleg gjöf frá Pálmari Ragnarssyni, 600.000 krónur sem renna til SOS Barnaþorpanna í Mexíkó. Pálmar var á tveggja mánaða ferðalagi um Mexíkó þar sem hann varð vitni að mikilli fátækt. Úr varð að Pálmar ákvað að gefa eina milljón króna til SOS Barnaþorpanna og Barnaheilla og fer upphæðin í hjálparstarf fyrir munaðarlaus börn í Mexíkó.
„Það er svo rosalegur munur á því hvernig við höfum það hér á Íslandi miðað við í Mexíkó. Ég var í stöðu til að gera eitthvað í málunum og sá að þarna get ég gert eitthvað sem skiptir máli.“
Pálmar sem er 34 ára fyrirlesari og körfuboltaþjálfari hafði verið í þeim hugleiðingum að kaupa sér nýjan bíl því bíllinn hans er orðinn 11 ára gamall. „En nú þegar ég sé hlutina í öðru samhengi þá dugir þessi bíll mér alveg. Það eru aðrir sem þurfa meira á peningnum að halda. Ég vil frekar bæta aðstæður munaðarlausra barna í Mexíkó.“
Við hjá SOS Barnaþorpunum þökkum Pálmari innilega fyrir þessa óeigingjörnu, hjartahlýju og höfðinglegu gjöf.
Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi ásamt Pálmari eftir afhendingu gjafarinnar.
Nýlegar fréttir
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...
Börnin í Líbanon heil á húfi
SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.