Fréttayfirlit 19. nóvember 2018

Varð styrktarforeldri eftir heimsókn í barnaþorp

Íslenskir SOS styrktarforeldrar eru nærri níu þúsund talsins og margir þeirra nýta sér rétt sinn til að heimsækja styrktarbarnið sitt. Óhætt er að segja að sú lífsreynsla sé ógleymanleg og margir styrktarforeldrar deila með okkur frásögnum af sinni heimsókn. Þurý Bára Birgisdóttir er nú stödd á Indlandi og í gær heimsótti hún styrktarbarn sitt í SOS barnaþorpi í borginni Bhuj.

Þurý er á ferðalagi með systurdóttur sinni, Ingibjörgu Björnsdóttur, sem varð fyrir svo miklum áhrifum af heimsókninni að hún skráði sig strax sem SOS styrktarforeldri á heimasíðu okkar sos.is.

Þurý var sjálf í skýjunum eftir heimsóknina í þorpið en þar styrkir hún dreng sem nú er orðinn 18 ára. „Gleðilegast þykir mér að hann er kominn á fyrsta ár í verkfræði og sækist námið vel. Þakklæti hans var fölskvalaust og fyrir þessa krakka sem koma úr erfiðum aðstæðum eins og hann skiptir það miklu máli, að þarna úti í hinum stóra heimi, er einhver sem lætur sig líf þeirra varða. Ég satt að segja hef aldrei gert mér grein fyrir því hversu mikla þýðingu þetta litla mánaðarlega framlag mitt hefur fyrir hann.“ segir Þurý.

Hægt er að fylgjast með ferðalagi þeirra á Instagram.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...