Frétta­yf­ir­lit 8. sept­em­ber 2021

Verk­efni okk­ar fram­lengd í Eþí­óp­íu og Sómal­íu

Verkefni okkar framlengd í Eþíópíu og Sómalíu

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa und­ir­rit­að styrkt­ar­samn­inga til þriggja ára að virði 137 millj­óna króna við Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið vegna fram­leng­inga á tveim­ur verk­efn­um. Þetta er hæsti styrk­ur sem sam­tök­in hafa feng­ið frá ís­lensk­um stjórn­völd­um og mun hann nýt­ast við að hjálpa sára­fá­tæk­um barna­fjöl­skyld­um í Eþí­óp­íu til sjálfs­hjálp­ar og ungu fólki í Sómal­íu að fá vinnu og stofna fyr­ir­tæki.

2 ára fram­leng­ing í Eþí­óp­íu

Rúm­ar 44 millj­ón­ir styrkupp­hæð­ar­inn­ar renna í fjöl­skyldu­efl­ingu okk­ar í Tulu Moye í Eþí­óp­íu eða Eteya og ná­grenni. Þar hjálp­um við barna­fjöl­skyld­um í sára­fá­tækt að standa á eig­in fót­um með því mark­miði að þær verði sjálf­bær­ar. Þannig drög­um við úr hætt­unni á að að­skiln­aði og efl­um for­eldr­ana svo þeir geti hugs­að um börn­in og þau stund­að nám.

Verk­efni okk­ar í Eþí­óp­íu hófst árið 2018 og átti að renna út í lok þessa árs en nú hef­ur það ver­ið fram­lengt út des­em­ber 2023. Þar hjálp­um við 560 for­eldr­um og 1562 börn­um þeirra. Mjög stutt er í að fyrstu fjöl­skyld­urn­ar út­skrif­ist úr fjöl­skyldu­efl­ing­unni og til að há­marka ár­ang­ur­inn ákváð­um við að fram­lengja verk­efn­ið um tvö ár. Hætt er við að mik­il vinna hefði far­ið í súg­inn ef við hefð­um lát­ið stað­ar num­ið nú í árs­lok.

Styrk­ur Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins er kr. 44.519.329 en mót­fram­lag SOS á Ís­landi er kr. 11.129.832. Mót­fram­lag­ið er fjár­magn­að með fram­lög­um mán­að­ar­legra styrktarað­ila sem nefn­ast SOS-fjöl­skyldu­vin­ir.

Sjá einnig:

88% segja lífsgæði sín betri

Þessi unga kona stofnaði verslun í Mogadishu eftir að hún útskrifaðist úr þjálfun. Þessi unga kona stofnaði verslun í Mogadishu eftir að hún útskrifaðist úr þjálfun.

3 ára fram­leng­ing í Sómal­íu og Sómalílandi

Árið 2018 hófst verk­efni okk­ar, At­vinnu­hjálp unga fólks­ins, í Moga­dis­hu í Sómal­íu og Har­geisa í Sómalílandi en þar er at­vinnu­leysi ungs fólks um 70%. Sómal­ía og Sómalí­land telj­ast óör­ugg lönd þar sem hryðju­verka­hóp­ar hafa lengi unn­ið gegn friði og ör­yggi. Slík­ir hóp­ar reyna m.a. að höfða til at­vinnu­lausra ung­menna og því er verk­efn­ið okk­ar mik­il­vægt í þeirri við­leitni að örva efna­hag­inn og vinna að heil­brigð­um upp­gangi og friði í lönd­un­um tveim­ur.

Ár­ang­ur verk­efn­is­ins er það góð­ur hing­að til að ákveð­ið var að fram­lengja um þrjú ár. Sá góði grunn­ur sem lagð­ur hef­ur ver­ið hing­að til bend­ir til að enn betri ár­ang­ur ná­ist með því að fram­lengja verk­efn­ið. Styrk­ur Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins fyr­ir at­vinnu­hjálp­ina er kr. 92.196.589 en mót­fram­lag SOS á Ís­landi er kr. 23.049.147. Styrk­ur­inn nær til þriggja ára (jan 22 til des 24).

Sjá einnig:

Íslendingar hjálpa ungmennum í Sómalíu og Sómalílandi að fá vinnu

Hryðjuverkahópar ásælast atvinnulaus ungmenni

Ungmenni streyma á vinnumarkaðinn í Sómalíu og Sómalílandi

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...