Vertu með í fjölskylduviðurkenningu SOS á Íslandi
Hver eða hverjir finnst þér eiga skilið að hljóta Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna 2019? Viðurkenningin verður afhent fjórða árið í röð á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar þann 15. maí n.k. Í fyrra heiðraði SOS kennara fyrir óeigingjarnt starf í þágu fjölskyldna. Með viðurkenningunni viljum við heiðra þá einstaklinga, hópa, fyrirtæki eða samtök sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi.
Valnefndin hefur tekið til starfa og í ár viljum við bjóða ykkur styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna að velja með okkur þá aðila eða samtök sem koma til greina í valinu. Endilega sendið okkur ykkar tillögur á netfangið sos@sos.is eða í skilaboðum á Facebook síðu okkar.
Frestur ábendinga rennur út föstudaginn 8. mars. Endilega verið með!
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...