Fréttayfirlit 21. nóvember 2023

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér neðar má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó og hvernig söfnunarfé nýtist hjálparstarfi SOS í Marokkó.

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðaraðgerða í Marokkó og hafa Íslendingar lagt sitt af mörkum með framlagi í neyðarsöfnun SOS. Þökk sé þessum stuðningi getum við veitt neyðaraðstoð til fjölskyldna sem misstu allt og tryggt öryggi barna sem misstu foreldra og forráðafólk sitt.

3.543 fjölskyldur hafa fengið stuðning

Nú er fyrsta áfanga neyðaraðgerðanna að ljúka og hefur stuðningur SOS Barnaþorpanna í Marokkó náð til 3.543 fjölskyldna sem í eru 1.616 börn á aldrinum 4-12 ára. Í þessum fyrsta hefur áherslan verið á fyrstu hjálp en í þeim næsta er horft til lengri tíma.

Í samstarfi við yfirvöld í Marokkó útvegum við:

🔸 Vernd og umhyggju m.a. til að koma í veg fyrir misnotkun barna

🔸 Menntun

🔸 Sálfræðistuðning

🔸 Mat, hreinlætispakka og peningastyrki til viðkvæmra heimila

39 sveitaþorpum hefur verið séð fyrir sólarrafhlöðum og internetaðgangi og fleira starfsfólk verið ráðið auk þess að útvega fleiri sjálfboðaliða.

Afleiðingarnar hafa áhrif á Marokkó um ókomna tíð. Afleiðingarnar hafa áhrif á Marokkó um ókomna tíð.

Áhrifin á börnin

Börn og ungmenni eru viðkvæmustu hóparnir í mannúðarkrísu eins og á sér stað í Marokkó. Þau sem hafa engan fullorðinn til að treysta í svona aðstæðum eru í enn meiri hættu á ofbeldi, misnotkun og vanrækslu. Áfallið sem börnin eru að ganga í gegnum hefur áhrif á heilsu þeirra og getur haft langtímaáhrif á þroska þeirra.

SOS Barnaþorpin hafa verið í Marokkó í 40 ár og samtökin státa af rótgrónum innviðum í alþjóðlegu hjálparstarfi. Þess vegna gátum í samvinnu við net samstarfsaðila hafið neyðargarðgerðir strax eftir skjálftann sem hefur kostað þúsundir lífið. Starfsfólk SOS á staðnum skilur þörfina og þekkir aðstæður.

Sjá einnig: Neyðarsöfnun vegna jarðskjálfta í Marokkó

Um þrjú þúsund manns létust og eyðileggingin er mikil  í kjölfar jarðskjálftans. Um þrjú þúsund manns létust og eyðileggingin er mikil í kjölfar jarðskjálftans.

Áhersla okkar er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og veita almenna mannúðaraðstoð.

Viðbragðaáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

  • Koma í veg fyrir aðskilnað fjölskyldna
  • Að styrkja fjölskyldur í neyð
  • Ýmis hópstarfsemi fyrir börn
  • Að tryggja börnum og ungmennum áframhaldandi menntun
  • Áfallahjálp og almennur sálfélagslegur stuðningur
  • Að vernda börn, ungt fólk og fjölskyldur með fjölþættri mannúðaraðstoð með tilliti til heilsu, næringar og fæðuöryggis
  • Að veita bráðabirgðaþjónustu
  • -Smáhópaheimili
  • -Fósturfjölskyldur
  • -Tímabundin umönnun
  • Önnur bráðabirgðaþjónusta
  • Að gera langtímaáætlun fyrir velferð barnanna

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðaraðgerða í Marokkó. Alenningi hér á landi gefst kostur á að leggja sitt af mörkum í neyðarsöfnun á sos.is

Jarðskjálfti í Marokkó

Jarðskjálfti í Marokkó

Jarðskjálfti í Marokkó

Jarðskjálfti (6,8) skók Marokkó. Mörg börn hafa misst foreldra sína. SOS Barnaþorpin eru á staðnum og hjálpa börnum og fjölskyldum í neyð. Vertu með okkur í að lina þjáningar.

Styrkja