Fréttayfirlit 2. janúar 2019

Vilborg áfram sendiherra SOS á Íslandi

Við erum stolt að segja frá því að Vilborg Arna Gissurardóttir framlengdi á dögunum samning sem velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Vilborg er einn af fjórum sendiherrum okkar ásamt Elizu Reid, forsetafrú, Rúrik Gíslasyni, knattspyrnumanni og Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu.

Vilborg gerðist velgjörðarsendiherra SOS í lok árs 2013. Hún er frábær fyrirmynd og hefur um árabil getið sér gott orð sem ævintýrakona. Vilborg hefur stundað fjalla- og leiðangursmennsku um árabil. Hún hefur m.a. gengið á Suðurpólinn og klifið hæsta tind í hverri heimsálfu. Vilborg er jafnframt stofnandi og aðaleigandi ferðaskrifstofunnar Tinda.

Elliza Rurik Hera.jpg

Eliza, Rúrik og Hera.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...