Viltu hitta SOS „barn“ frá Tíbet og Indlandi?
Fimmtudaginn 29. ágúst n.k. klukkan 17 gefst styrktaraðilum SOS á Íslandi og öðrum áhugasömum einstakt tækifæri á að hitta konu sem ólst upp í SOS barnaþorpi. SOS Barnaþorpin á Íslandi efna til viðburðar í salnum á veitingastaðnum Nauthóli þar sem Sonam Gangsang segir frá lífinu í barnaþorpinu og því sem við tók, menningunni, tengingu sinni við Ísland og fleiru ásamt því að svara spurningum úr sal. Sonam ólst upp í SOS barnaþorpi á Himalæja hásléttunni fyrir börn landflótta Tíbetbúa.
SOS barnaþorp eru ekki eins og margir halda.
- Hvernig er að alast upp í SOS barnaþorpi?
- Hvað varð til þess að hún flutti í SOS barnaþorp?
- Hvaða áhrif hafði það á framtíð hennar?
- Er munur á framtíðartækifærum drengja og stúlkna á Indlandi?
Þessum spurningum og fleirum fáum við svarað á viðburði okkar á Nauthóli.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en mikilvægt er að skrá sig annað hvort á Facebook-síðu viðburðarins eða með því að senda tölvupóst á sos@sos.is.
Þakkar stuðningi Ingibjargar frama sinn í dag
Sonam er ein af níu dætrum fátækra foreldra sinna sem flúðu Tíbet fótgangandi og settust að Indlandsmegin við landamærin í bænum Leh. Það bjargaði framtíð fjölskyldunnar að í bænum er SOS barnaþorp þar sem Sonam og systur hennar fengu gott heimili og fría skólagöngu.
Sonam átti SOS foreldri á Íslandi, Ingibjörgu Steingrímsdóttur, sem Sonam þakkar hversu langt hún hefur náð í lífinu í dag. Hún kláraði kennaramenntun og starfar nú í menntamálaráðuneyti Tíbeta í útlegð þar sem hún hefur yfirumsjón með lestrarkennslu yngstu bekkjanna í 45 skólum fyrir tíbetsk börn á Indlandi og í Nepal.
Við höfum áður fjallað ítarlega um Sonam og Ingibjörgu eins og sjá má hér: Úr fátækt til frama
Í umsjón Evu Ruzu
SOS foreldrar á Íslandi og aðrir áhugasamir eru velkomnir í Nauthól meðan húsrúm leyfir til að hitta Sonam, hlýða á frásögn hennar og spyrja hana spurninga.
Kynnir og stjórnandi verður Eva Ruza, velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi og SOS foreldri til margra ára. Fyrir svörum sitja Sonam Gangang og Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi.
Veitingasala verður á staðnum.
Við ítrekum mikilvægi þess að skrá sig á viðburðinn.
Nýlegar fréttir
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...
Börnin í Líbanon heil á húfi
SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.