Vinningshafar stafarugls Öðruvísi jóladagatals
Í dag var dregið úr réttum lausnum sem bárust í stafarugli Öðruvísi jóladagatals SOS Barnaþorpanna árið 2018. 45 skólar tóku þátt í dagatalinu og flestir þeirra sendu inn svör við stafaruglinu.
Lausnin við stafaruglinu var: „Öll börn skipta máli“ og voru þátttakendur í jóladagatalinu svo sannarlega sammála því. Vinningshafar stafaruglsins voru strákarnir í 6.VUJ í Vættaskóla. Þeir tóku glaðir á móti vinningnum sínum, Flóttabangsa SOS Barnaþorpanna, og sögðust hafa verið ánægðir með dagatalið í ár. Við óskum 6.VUJ innilega til hamingju með verðlaunin og þökkum þeim fyrir þátttökuna.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...