Fréttayfirlit 19. desember 2018

Vinningshafar stafarugls Öðruvísi jóladagatals

Í dag var dregið úr réttum lausnum sem bárust í stafarugli Öðruvísi jóladagatals SOS Barnaþorpanna árið 2018. 45 skólar tóku þátt í dagatalinu og flestir þeirra sendu inn svör við stafaruglinu.

Lausnin við stafaruglinu var: „Öll börn skipta máli“ og voru þátttakendur í jóladagatalinu svo sannarlega sammála því. Vinningshafar stafaruglsins voru strákarnir í 6.VUJ í Vættaskóla. Þeir tóku glaðir á móti vinningnum sínum, Flóttabangsa SOS Barnaþorpanna, og sögðust hafa verið ánægðir með dagatalið í ár. Við óskum 6.VUJ innilega til hamingju með verðlaunin og þökkum þeim fyrir þátttökuna.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...