Vonin enn til staðar
Andreas Papp, yfirmaður neyðaraðstoðar SOS Barnaþorpanna á heimsvísu, hélt fyrirlestur þann 19. apríl síðastliðinn í Háskóla Íslands sem bar yfirheitið „Is there a hope for a traumatized generation? The war in Syria and how it affects children.“
Andreas hefur yfir tveggja áratuga starfsreynslu á sviði neyðaraðstoðar, þar á meðal starfaði hann í tíu ár hjá Læknum án landamæra. Í marsmánuði var hann staddur í Sýrlandi til að skoða aðstæður og fylgjast með neyðaraðgerðum SOS í Aleppo og Damaskus.
Á fyrirlestrinum kom fram að Andreas hafi aldrei séð aðra eins eyðileggingu og í Aleppo. Ekkert rennandi vatn er í austurhluta borgarinnar en SOS Barnaþorpin hafa komið upp vatnstönkum fyrir almenning. Þá eru 14 skólar gjöreyðilagðir í austurhluta borgarinnar sem Andreas segir mjög mikilvægt að endurreisa svo börnin komist aftur í skóla.
Hann sagði vonina þó vera til staðar. Það þyrfti þó að hjálpa sýrlenskum börnum, þá sér í lagi með áfallaaðstoð og menntun.
Fyrirlesturinn þótti takast afar vel og þökkum við Andreas kærlega fyrir komuna til landsins.
Jónína Einarsdóttir tók meðfylgjandi myndir af fyrirlestrinum.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...