Fréttayfirlit 28. janúar 2019

Yfir 20 milljónir í aðstoð frá Íslandi vegna flóttafólks frá Venesúela

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa með stuðningi Utanríkisráðuneytisins ákveðið að aðstoða flóttafjölskyldur frá Venesúela í Kólumbíu. Ráðuneytið styrkir mannúðarverkefni SOS um tæpa 19 og hálfa milljón króna og er mótframlag SOS rúm ein milljón króna.

TAKA ÞÁTT Í MÓTFRAMLAGI SOS Á ÍSLANDI

Um þrjár milljónir Venesúelamanna hafa flúið heimalandið þar sem óstjórn ríkir og óðaverðbólga gerir það að verkum að fólk á ekki fyrir lífsnauðsynjum.

Kólumbía er orðinn fjölmennasti áfangastaður flóttafólksins frá Venesúela sem talið er að sé um ein milljón talsins og þúsundir koma yfir landamærin á degi hverjum.

Ísland er nú í hópi Evrópulanda eins og Spáni, Noregi, Danmörku og Lúxemborg sem fjármagna þessa mannúðarastoð SOS Barnaþorpanna. Neyðarástand ríkir við landamærin í Kólumbíu og stýra SOS Barnaþorpin í Kólumbíu aðgerðum þar.

Þetta tiltekna aðstoðarverkefni nær til yfir tíu þúsund manna í um 2,500 fjölskyldum á 10 mánaða tímabili. Í aðstoðinni felst meðal annars vernd, matvælaöryggi og uppsetning öruggra svæða fyrir fjölskyldur þar sem þær fá aðstoð og ráðgjöf ásamt því sem börnin fá tækifæri til leikja og menntunar.

Þú getur hjálpað

Eins og áður segir er mótframlag SOS Barnaþorpanna á Íslandi rúm ein milljón króna vegna neyðaraðstoðarinnar í Kólumbíu og því hvetjum við almenning til að styðja okkur með frjálsum framlögum.

Það er hægt að gera með því að leggja inn á reikning 0334-26-52075, kt. 500289- 2529.

Einnig er hægt að styrkja samtökin með því að hringja í 907-1001 (1.000 kr.) eða 907-1002 (2.000 kr.)

Heimsmarkmiðin.jpg

Áhersluatriði ársins 2019 í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er „börn án foreldraumsjár“ sem SOS Barnaþorpin sérhæfa sig einmitt í. SOS Barnaþorpin uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 1, 4, 8, 10 og 16 að fullu og markmið númer 3,5 og 17 að hluta. Neyðaraðstoðin fyrir flóttafjölskydurnar frá Venesúela nær til heimsmarkmiða nr. 1, 2, 3, 4 og 6.

UTN_Ragnar og Ágúst.jpg

Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi og Ágúst Már Ágústsson, sérfræðingur hjá Utanríkisráðuneytinu, undirrituðu samning vegna styrksins í dag.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...