Gefðu framtíðinni forskot

SOS Barnaþorpin, í samstarfi við nokkur önnur góðgerðarfélög, hafa sett á laggirnar vefsíðuna erfdagjafir.is. Tilgangur samstarfsins er að vekja athygli á þeim möguleika að ánafna hluta eigna sinna til góðgerðarmála eftir sinn dag.
Munaðarlaus og yfirgefin börn hafa á undanförnum árum notið góðs af erfðagjöfum sem borist hafa SOS Barnaþorpunum. Svipaða sögu hafa önnur góðgerðarfélög að segja. Vilja félögin benda á þennan möguleika og skapa vettvang til miðlunar upplýsinga og umræðu um þessi mál.
Nánar má kynna sér erfðagjafir til SOS Barnaþorpanna hér.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...