Frétta­yf­ir­lit 26. júní 2020

Stuðn­ing­ur án landa­mæra

Stuðningur án landamæra

Engu lík­ara er en að Jón Pét­urs­son hafi vit­að að hann ætti skammt eft­ir ólif­að þeg­ar hann ákvað árið 2018 að styrkja SOS Barna­þorp­in um 10 millj­ón­ir króna. Jón lést í janú­ar 2019 og skil­ur eft­ir sig þá arf­leifð að hafa tryggt fyrr­ver­andi syrkt­ar­börn­um sín­um ör­ugga fram­tíð.

Systkini sem ólust upp í SOS barna­þorp­inu í Santa Maria í Bras­il­íu fara fögr­um orð­um um SOS-styrktar­for­eldri sitt, Jón Pét­urs­son, í minn­ing­ar­grein sem birt var á heima­síðu SOS í Bras­il­íu. Jón varð styrktar­for­eldri þeirra árið 1991 þeg­ar þau voru tveggja og fimm ára.

Var okk­ur raun­veru­lega sem fað­ir

Þetta var upp­haf­ið á fal­legu sam­bandi milli Jóns og systkin­anna sem nefndu hann Pét­ur frænda, (Uncle Peter) og heim­sótti hann þau margoft til Bras­il­íu. „Ég minn­ist þess þeg­ar mér var sagt að hann hafi val­ið að styrkja okk­ur eft­ir að hafa séð mynd­ir af okk­ur. Hon­um þótti strax vænt um okk­ur og tók okk­ur að sér sem guð­fað­ir," seg­ir syst­ir­in Gracia­ne sem er 31 árs í dag og á tvö börn með sam­býl­is­manni sín­um, fjög­urra og níu ára.

Bróð­ir Gracia­ne er Leom­ar sem í dag er 34 ára og hef­ur einnig kom­ið sér upp fjöl­skyldu. Leom­ar á fjög­urra ára son með sam­býl­is­konu sinni og hugs­ar alltaf hlý­lega til Jóns. „Frá því hann hitti okk­ur í fyrsta skipti sýndi hann okk­ur um­hyggju og at­hygli. Hann var okk­ur raun­veru­lega sem fað­ir."

Segja börn­um sín­um sög­ur af Jóni

Gracia­ne og Leom­ar segja börn­un­um sín­um reglu­lega sög­ur af Jóni sem þau segja að hafi kennt sér ýsmis­legt. Með­al ann­ars að út­búa ís­lenska mat­ar­rétti. Jón var við­stadd­ur marg­ar gleði­stund­ir í lífi barn­anna í þorp­inu í Santa Maria eins og skóla­út­skrift­ir. Hann var dýrk­að­ur og dáð­ur af börn­un­um og starfs­fólk­inu í Santa Maria barna­þorp­inu og er enn þann dag í dag. Hann var stadd­ur þar á 72 ára af­mæl­is­dag­inn sinn árið 2006 og sungu börn­in þá fyr­ir hann af­smæl­is­söng­inn og bök­uð var af­mælisterta.

Tryggði fram­tíðarör­yggi systkin­anna

Jón var svo sann­ar­lega með hjart­að á rétt­um stað. Hann lét sig alltaf varða hag um­komu­lausra barna og styrkti alls átta börn í Bras­il­íu gegn­um SOS Barna­þorp­in. Árið 2018 hafði Jón sam­band við skrif­stofu SOS á Ís­landi og var heilsu hans þá far­ið að hraka.

Engu lík­ara er en að hann hafi vit­að að hann ætti skammt eft­ir ólif­að. Hann hafði ákveð­ið að gefa 10 millj­óna króna fram­lag sem skipt­ist þannig að þrjár millj­ón­ir fóru til SOS á Ís­landi, þrjár millj­ón­ir til barna­þorps­ins í Santa Maria og svo gaf hann Gracia­ne og Leom­ar sín­ar hvor­ar tvær millj­ón­irn­ar svo þau gætu m.a. tryggt sér og fjöl­skyld­um sín­um ör­uggt hús­næði.

Ræddi við systkin­in skömmu fyr­ir and­lát­ið

Jón fékk hjart­næmt bréf frá Gracia­ne, Leom­ar og börn­un­um í barna­þorp­inu um sumar­ið 2018. Þau tjáðu hon­um vænt­umþykju sína og lýstu áhyggj­um sín­um af heilsu­fari hans með von um bata.

Í janú­ar 2019 kom Jón á skrif­stofu SOS í Hamra­borg og átti myndsím­tal við Gracia­ne, Leom­ar, fram­kvæmda­stjóra barna­þorps­ins í Santa Maria og eig­in­konu hans en þau voru nán­ir vin­ir Jóns. Tár féllu og það var greini­legt hve vænt Jóni þótti um börn­in sín og þeim um hann.

Jón lést nokkr­um dög­um síð­ar á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­inu Grund.

Jóns minnst í Bras­il­íu

Í minningarorðum á heimasíðu SOS Barnaþorpanna í Brasilíu seg­ir að fjar­lægð, menn­ing­armun­ur og landa­mæri hafi ekki ver­ið nein hindr­un fyr­ir Jón í að sýna vænt­umþykju sína og stuðn­ing við um­komu­laus börn­in í Bras­il­íu og hjálpa við að veita þeim tæki­færi í líf­inu.

„SOS Barna­þorp­in í Bras­il­íu heiðra þá ást og sam­stöðu sem Jón sýndi okk­ur og þakka hon­um stuðn­ing­inn öll þessi ár."

Hér má lesa tvö við­töl sem Jón veitti frétta­blaði SOS Barna­þorp­anna á Ís­landi.

Viðtal við Jón frá því skömmu fyrir andlát hans: „Þetta er svo gef­andi."

Viðtal við Jón í 1. tbl. fréttablaðs SOS árið 2007: Heimsótti börnin til Brasilíu (pdf)

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...