66-faldaðu þúsundkallinn!
Styrktaraðilar SOS á Íslandi sem styðja við fjölskyldueflinguna nefnast SOS-fjölskylduvinir. Þeir greiða mánaðarlegt framlag að eigin vali sem 66-faldast á verkefnasvæðinu í Eþíópíu. Með öðrum öðrum verður eittþúsund króna framlag á Íslandi að 66 þúsund krónum á verkefnissvæði okkar í Eþíópíu.
Það eru útreiknuð langtímaáhrif sem skýrast m.a. af því að fjölskyldurnar fara að afla sér tekna og framkvæmdagleði eykst. Allt hefur þetta svo áhrif á nærsamfélagið og innviði þess með fyrrgreindum keðjuáhrifum. Ávinninningurinn af stuðningi við Fjölskyldueflinguna er því afar mikill fyrir samfélagið.
Stuðst er við úttekt sem hið virta ráðgjafafyrirtæki Boston Cunsulting group gerði á fjölskyldueflingu SOS í 6 Afríkuríkjum og einu Asíuríki. Þetta eru Afríkulöndin Eþíópía, Svasíland, Fílabeinsströndin, Senegal, Tógó og Tansanía og svo að lokum Nepal í Asíu.
Þú hjálpar barnafjölskyldu út úr sárafátækt og börnin geta verið áfram hjá foreldrum sínum.
SOS Barnaþorpin sjá ekki aðeins yfirgefnum börnum fyrir SOS-mömmu, -fjölskyldu og heimili. Samtökin standa líka fyrir Fjölskyldueflingu, árangursríku forvarnastarfi sem kemur í veg fyrir sundrungu í barnafjölskyldum.
- Gefðu manni fisk og hann fær að borða í dag.
- Kenndu manni að veiða fisk og þú tryggir honum máltíðir út ævina.
Þetta forna máltæki lýsir vel tilgangi fjölskyldueflingar SOS. Við hjálpum fjölskyldum í sárafátækt að standa á eigin fótum svo foreldrarnir geti sinnt grunnþörfum barna sinna.
Fjölskylduefling gengur m.a. út á að:
- hjálpa foreldrunum að skapa sér vinnu svo þeir geti aflað tekna og skapað stöðugt fjölskylduumhverfi.
- tryggja börnum, stúlkum jafnt sem drengjum, aðgengi að menntun, t.d. með greiðslu á skólagjöldum, skólagögnum og stoðkennslu.
- veita ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir börn og barnshafandi mæður
- sjá foreldrum fyrir fræðslu um uppeldi og heimilishald.
- veita fjölskylduráðgjöf til að vinna úr vandamálum.
Íslendingar efla fjölskyldur í Eþíópíu
SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna fjölskyldueflingarverkefni á strjálbýlu svæði í Eþíópíu, í og útfrá bænum Iteya. Um 1600 manns eru skjólstæðingar í þessu verkefni, börn, ungmenni og foreldrar þeirra og höfum við frá árinu 2018 náð að stórbæta aðstæður þeirra.
SOS fjölskylduvinur
SOS fjölskylduvinur
SOS-fjölskylduvinir styrkja fjölskyldueflingu SOS. Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.