Frétta­yf­ir­lit 8. nóv­em­ber 2018

All­ar fjöl­skyld­urn­ar komn­ar með vatns­hreinsi­tæki

All­ar fjöl­skyld­urn­ar í Fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni okk­ar á Tulu-Moye svæð­inu í Eþí­óp­íu fengu á dög­un­um af­hent sól­ar­orku­knú­ið vatns­hreinsi­tæki sem met­ur hvenær vatn er orð­ið drykkjar­hæft. SOS Barna­þorp­in á Ís­landi fjár­magna verk­efn­ið sem hófst 1. janú­ar sl. og stend­ur yfir út árið 2021. Við styðj­um við sára­fá­tæk­ar barna­fjöl­skyld­ur á svæð­inu sem í eru um 1500 börn. Fram­lög­um Fjöl­skyldu­vina SOS Barna­þorp­anna á Ís­landi er ráð­staf­að í þetta verk­efni og ann­að líkt sem við fjár­mögn­um í Perú.

VERTU FJÖLSKYLDUVINUR FYRIR 1000 KRÓNUR Á MÁNUÐI EÐA AÐRA UPPHÆÐ AÐ EIGIN VALI

567 sjálf­boða­lið­ar fengu þjálf­un til að kenna fjöl­skyld­un­um á vatns­hreins­tæk­ið. Það nem­ur styrk UV sól­ar­geisl­anna sem drepa sýkla og ör­ver­ur og er þannig búið að á því get­ur bæði birst broskarl og fýlu­karl. Ef plast­flaska full af vatni er lát­in standa úti í sól­inni og tæk­iðWADI3.JPG við hlið­ina á, gef­ur broskarl­inn til kynna að vatn­ið sé orð­ið drykkjar­hæft. Svo lengi sem fýlu­karl­inn er á tæk­inu, er vatn­ið enn ódrykkjar­hæft. Með þessu móti er hægt að sporna við sjúk­dóm­um sem or­sak­ast vegna skít­ugs drykkjar­vatns.

Veit­ir líka ör­yggis­kennd

Gis­hu Tumsa, 35 ára ein­stæð móð­ir þriggja barna, er einn af skjól­stæð­ing­um verk­efn­is­ins sem hef­ur feng­ið vatns­hreinsi­tæk­ið. Hún hlaut kennslu í notk­un á tæknu sem hún seg­irWADI4.JPG hafa gjör­breytt öllu. „Það veit­ir mér mikla ör­yggis­kennd að vita núna að við erum að drekka ómeng­að vatn. Það var líka vit­und­ar­vakn­ing fólg­in í kennsl­unni því nú sýni ég meiri var­kárni með val á ílát­um und­ir vatn­ið.“

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi vinna verk­efn­ið í sam­vinnu við yf­ir­völd á Tulu-Moye svæð­inu og heima­fólk. Markmið þess er að auka hæfni og getu þess­ara fjöl­skyldna til að standa á eig­in fót­um og mæta þörf­um barn­anna svo vel­ferð þeirra sé tryggð til fram­tíð­ar. Skjól­stæð­ing­ar verk­efn­is­ins fá að­gang að heilsu­gæslu, matarað­stoð, mennt­un og fræðslu ásamt því að þeir geta feng­ið vaxtalág ör­lán frá SOS Barna­þorp­un­um.

Ut­an­rík­is­ráðu­neyti Ís­lands styrkti Fjöl­skyldu­efl­ing­una í Tulu-moye um 67,6 millj­ón­ir króna.

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...