Efling fjölskyldna í Perú
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að taka þátt í fjármögnun á Fjölskyldueflingarverkefni SOS í Perú. Verkefnið er starfrækt í höfuðborg landsins, Líma og fá yfir 600 börn og fjölskyldur þeirra einhverskonar aðstoð frá samtökunum. Fjölskylduefling er verkefni sem aðstoðar fátækar foreldra við að sinna börnum sínum.
Helstu þættir Fjölskyldueflingar í Líma eru meðal annars:
-menntun barna
-mataraðstoð
-aðgangur að heilsugæslu og tannlækningum
-fræðsla og menntun fyrir foreldra en þetta er afar stór þáttur í verkefninu. Foreldrum býðst meðal annars að sækja vinnustofur um hollt mataræði, heimilisofbeldi, gott uppeldi, sjálfstraust og margt fleira. Á meðan foreldrar sækja vinnustofurnar geta börn þeirra verið í dagvistun SOS.
Frá og með 1. janúar næstkomandi munu framlög íslenskra Fjölskylduvina fara annars vegar í þetta verkefni og hins vegar í Fjölskyldueflingarverkefni í Eþíópíu. Hægt er að gerast Fjölskylduvinur hér.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...