Fjölskyldueflingin í Eþíópíu innspýting í samfélagið
Það er ánægjulegt að geta nú deilt með SOS-fjölskylduvinum nýjustu fréttum af Tulu Moye -fjölskyldueflingunni í Eþíópíu. Í árangursskýrslu fyrir fyrri helming þessa árs sem okkur var að berast segir að verkefnið hafi bætt lífsgæði fólksins á þessu svæði og átt þú sem SOS-fjölskylduvinur stóran þátt í því.
Tölvukennsla á rafmagnslausum svæðum
Á þeim skamma tíma síðan verkefnið hófst, 1. janúar 2018, hefur skólasókn barnanna aukist og þau tekið miklum framförum í námi sínu. Skólarnir hafa fengið betri tækjabúnað og námsgögn og kennarar meiri þjálfun. Allt tryggir þetta börnunum gæðamenntun auk þess sem fræðsla var sett á um jafnrétti kynjanna. Þá hafa kaup á rafstöð gert tölvukennslu mögulega á rafmagnslausum svæðum.
Hjálpað að skapa tekjur
Liður í að stýra fjölskyldunum í átt að sjálfbærni er ráðgjöf af ýmsu tagi og veiting lána á lágum vöxtum. Foreldrar sóttu námskeið og lærðu að ákveða hvernig atvinnurekstur hentar þeim til tekjuöflunar. Til að auðvelda tekjuöflun var fest kaup á bökunartæki sem fólkið hefur aðgang að. Þá voru 28 nautgripir gefnir jafnmörgum fjölskyldum til ræktunar.
Jákvæði áhrif á samfélagið
Það er mat umsjónarmanna verkefnisins að Fjölskyldueflingin hafi haft verulega góð áhrif á þessar fjölskyldur. Þá hefur verkefninu verið hrósað í hástert af almenningi á svæðinu og ljóst er að vel er tekið eftir þeim jákvæðu áhrifum sem verkefnið hefur á samfélagið.
Í samvinnu við Utanríkisráðuneytið gerir SOS á Íslandi árlega úttekt á vettvangi. Fjölskyldueflingin er nefnd eftir eldfjallinu Tulu Moye sem er mitt á milli Eteya og Teromoye. Fjallið má einmitt sjá á myndinni hér að neðan en fyrir framan það standa Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi, og Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi, í góðum hópi starfsfólks SOS í Eþíópíu.
800 krónur framfleyta fjölskyldunni
Fyrr á árinu hittum við nokkrar af þessum fjölskyldum í Fjölskyldueflingunni og tókum við þau viðtöl sem sjá má hér á heimasíðu okkar. Þar er m.a. nýbirt viðtal við Zamzan sem býr ásamt eiginmanni og þremur börnum í hrörlegu litlu húsi í hinum afskekkta bæ Teromoye. Saga hennar undirstrikar hvað lítil framlög frá Íslandi geta gert mikið fyrir þessar barnafjölskyldur.
Nýlegar fréttir
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...
Börnin í Líbanon heil á húfi
SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.