Frétta­yf­ir­lit 19. sept­em­ber 2021

Fyrstu fjöl­skyld­urn­ar út­skrif­að­ar í Eþí­óp­íu

Fyrstu fjölskyldurnar útskrifaðar í Eþíópíu

Á Tullu Moye svæð­inu í Eþí­óp­íu hjálp­um við 560 for­eldr­um og 1562 börn­um þeirra að kom­ast upp fyr­ir fá­tækt­ar­mörk með SOS-fjöl­skyldu­efl­ingu. Mark­mið­ið er að þess­ar barna­fjöl­skyld­ur geti stað­ið á eig­in fót­um. Þannig drög­um við úr hætt­unni á að­skiln­aði og efl­um for­eldr­ana svo þeir geti hugs­að um börn­in og þau stund­að nám.

Fyrstu fjöl­skyld­urn­ar út­skrif­að­ar

Við hjá SOS á Ís­landi sinn­um eft­ir­liti með verk­efn­inu og upp­lýs­um SOS-fjöl­skyldu­vini reglu­lega um fram­gang þess svo þeir geti kynnt sér hvernig fram­lag­ið þeirra ger­ir gagn. Það er okk­ur því mik­il ánægja að geta til­kynnt að fyrstu 50 fjöl­skyld­urn­ar út­skrif­uð­ust úr fjöl­skyldu­efl­ing­unni á fyrri hluta þessa árs. Nán­ar til­tek­ið 51 fjöl­skylda af þess­um 560 get­ur nú fram­fleytt sér án að­stoð­ar fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar. 160 fjöl­skyld­ur til við­bót­ar eru að und­ir­gang­ast lokamat fyr­ir út­skrift í lok októ­ber. Þessi ár­ang­ur er fram­ar von­um og í raun ör­lít­ið óvænt­ur í ljósi þess bak­slags sem varð vegna Covid-19.

Skóla­hald lá niðri í 10 mán­uði

Vegna heims­far­ald­urs­ins féll skóla­hald nið­ur í 10 mán­uði og eiga áhrif þess eft­ir að koma í ljós. Nem­end­ur í skól­um á svæð­inu voru færð­ir upp um bekki án þess að taka loka­próf. Fleiri áskor­an­ir bíða hand­an við horn­ið því verð­lag held­ur áfram að hækka sem und­ir­strik­ar mik­il­vægi þess að verk­efn­ið var fram­lengt. Á móti hafa gæði mennt­un­ar auk­ist mik­ið á skömm­um tíma und­an­far­ið og sam­rým­ist það mark­mið­um verk­efn­is­ins.

Sam­fé­lags­leg arð­semi

Þetta hef­ur ekki bara já­kvæð áhrif á skjól­stæð­inga okk­ar því börn og ung­menni á öllu svæð­inu sækja skól­ana sem SOS hef­ur ver­ið að efla. Sam­fé­lags­leg arð­semi verk­efn­is­ins er því mik­il og eins og við höf­um áður greint frá 66-fald­ast fram­lög frá Ís­landi á þessu svæði í Eþí­óp­íu. Þá höf­um við sí­fellt ver­ið að auka og auð­velda að­gengi að neyslu­vatni á svæð­inu.

Vaxta­laus lán

Lána­starf­semi er mik­il­væg­ur lið­ur í fjöl­skyldu­efl­in­unni. For­eldr­arn­ir geta tek­ið vaxta­laus lán, feng­ið fjár­mála­ráðjöf, lært að spara, borga af lán­un­um og feng­ið að­stoð við bók­hald og fjár­mála­áætlan­ir, t.d. til að setja á lagg­irn­ar lít­inn rekst­ur. Með þessu móti hef­ur okk­ur tek­ist að hjálpa fjöl­skyld­un­um að afla sér auk­inna tekna og með tím­an­um að standa á eig­in fót­um. Ákveð­ið var að efla þessa þjón­ustu til muna á ár­inu, m.a. með auk­inni þjálf­un starfs­fólks.

Tullu Moye er nefni yfir smá­bæ­inn Iteya og ná­grenni sem þú get­ur skoð­að á Google maps hér. Fram­lög ykk­ar SOS-fjöl­skyldu­vina á Ís­landi fjár­magna 20% af verk­efn­inu en 80% eru styrkt af Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Fram­lengt um tvö ár

Fjöl­skyldu­efl­ing­in okk­ar í Eþí­óp­íu var sett á lagg­irn­ar á fyrri hluta árs 2018 og átti því að ljúka nú í loks árs 2021. Nú á dög­un­um var tek­in ákvörð­un um að fram­lengja verk­efn­ið um tvö ár eða út des­em­ber 2023 til að há­marka ár­ang­ur­inn. Hætt er við að mik­il vinna og ár­ang­ur hefðu far­ið í súg­inn ef við hefð­um lát­ið stað­ar num­ið nú í árs­lok. Þrátt fyr­ir bak­slag vegna Covid-19 náðu fjölsk­urn­ar að jafna sig hrað­ar en út­lit var fyr­ir í fyrstu. 

Styrk­ur Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins fyr­ir fram­leng­ing­unni er um 44,5 millj­ón­ir króna en mót­fram­lag SOS á Ís­landi er rúm­ar 11 millj­ón­ir króna og er sá hlut­ur fjár­magn­að­ur með fram­lög­um ykk­ar fjölskuldu­vina.

All­ar helstu frétt­ir og sög­ur af skjól­stæð­ing­um fjöl­skyldu­efl­ing­ar okk­ar í Eþí­óp­íu má finna á sér­stöku fjöl­skyldu­vina­svæði hér á heima­síð­unni.

SOS fjöl­skyldu­vin­ur

SOS fjöl­skyldu­vin­ur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjöl­skyldu­vin­ir styrkja fjöl­skyldu­efl­ingu SOS. Sem SOS-fjöl­skyldu­vin­ur kem­urðu í veg fyr­ir að börn verði van­rækt og yf­ir­gef­in. Í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS tök­um við fyrstu skref­in með fjöl­skyld­um út úr sára­fá­tækt svo þær get­ið stað­ið á eig­in fót­um og veitt börn­un­um bjarta fram­tíð. Þú ákveð­ur styrkt­ar­upp­hæð­ina og færð reglu­lega upp­ýs­inga­póst um verk­efn­in sem við fjár­mögn­um.

Mán­að­ar­legt fram­lag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr