Fréttayfirlit 4. júní 2019

Gefðu vatnshreinsitæki

Komið er í sölu í vefverslun okkar vatnshreinsitækið WADI sem við útvegum barnafjölskyldum í Fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu. Þegar þú kaupir vatnshreinsitækið færðu sent þakkarbréf sem staðfestir að þú hafir gefið eitt slíkt tæki til einnar fjölskyldu.

Vatnshreinstækið nemur styrk UV sólargeislanna sem drepa sýkla og örverur. Ef plastflaska full af vatni er látin standa úti í sólinni og tækið við hliðina á, gefur broskarl til kynna að vatnið sé orðið drykkjarhæft. Svo lengi sem fýlukarlinn er á tækinu, er vatnið enn ódrykkjarhæft. Með þessu móti er hægt að sporna við sjúkdómum sem orsakast vegna skítugs drykkjarvatns.

SOS Barnaþorpin á Íslandi vinna verkefnið í samvinnu við yfirvöld á Tulu-Moye svæðinu og heimafólk. Markmið þess er að auka hæfni og getu þessara fjölskyldna til að standa á eigin fótum og mæta þörfum barnanna svo velferð þeirra sé tryggð til framtíðar. Skjólstæðingar verkefnisins fá aðgang að heilsugæslu, mataraðstoð, menntun og fræðslu ásamt því að þeir geta fengið vaxtalág örlán frá SOS Barnaþorpunum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í febrúar sl. í þorpunum Iteya og Tero Moye þar sem fjölskyldurnar í verkefninu okkar búa. Þar kemur tækið að góðum notum.

Vatnshreinsitæki2.JPG

Vatnshreinsitæki1.JPG

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...