Frétta­yf­ir­lit 27. júní 2023

Mik­il eyði­legg­ing og tjón á ís­lensku verk­efn­is­svæði í Mala­ví

Mikil eyðilegging og tjón á íslensku verkefnissvæði í Malaví

Stað­fest hef­ur ver­ið að eng­in dauðs­föll urðu á ís­lensku verk­efna­svæði SOS Barna­þorp­anna í Mala­ví þar sem hita­belt­is­storm­ur­inn Fred­dy gekk yfir í fe­brú­ar og mars með hörmu­leg­um af­leið­ing­um. Nærri tvö þús­und manns létu líf­ið í ham­förun­um í sunn­an­verðri Afr­íku.

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi eru með fjöl­skyldu­efl­ingu í Nga­bu í suð­ur Mala­ví, verk­efni sem mið­ar að því að forða um 1.500 börn­um frá að­skiln­aði við illa stadda for­eldra sína í sára­fá­tækt og styðja fjöl­skyld­ur þeirra til fjár­hags­legs sjálf­stæð­is. Gríð­ar­leg eyði­legg­ing varð á verk­efna­svæð­inu okk­ar og SOS á Ís­landi veitti um þriggja millj­óna króna við­bót­arstuðn­ing til hjálp­ar­að­gerða sem enn standa þar yfir.

Sjá einnig: Við­bót­arstuðn­ing­ur vegna neyð­ar­að­gerða í Mala­ví

Fjölskyldurnar munu áfram fá matarbirgðir og aðra aðstoð frá SOS. Fjölskyldurnar munu áfram fá matarbirgðir og aðra aðstoð frá SOS.

Vannærð börn eft­ir að 70% upp­skeru hvarf

  • 203 þús­und hekt­ar­ar lands skol­uð­ust í burtu
  • 184 naut­grip­ir dráp­ust
  • Börn vannærð
  • Kólera breidd­ist út

Mik­il eyði­legg­ing varð á ís­lenska verk­efna­svæð­inu í Nga­bu að sögn verk­efn­is­stjóra okk­ar á staðn­um. 203 þús­und hekt­ar­ar lands skol­uð­ust í burtu skömmu fyr­ir upp­skeru en 70% henn­ar skol­uð­ust burt og mik­ið tjón varð á bú­fén­aði, þar af dráp­ust 184 naut­grip­ir. Stór lið­ur í neyð­ar­að­gerð­um SOS á svæð­inu hef­ur því ver­ið að vinna gegn vannær­ingu barna og geng­ur sá þátt­ur vel. Einnig hef­ur geng­ið vel að draga úr til­fell­um kóleru sem hef­ur breiðst út í hér­að­inu vegna skorts á sal­erni á sum­um heim­il­um.

Með stuðn­ingi al­manna­varna hef­ur mörg­um fjöl­skyld­um tek­ist að reisa bráða­birgða­skýli en neyð­ar­að­stoð SOS Barna­þorp­anna er hvergi nærri lok­ið. Það mun taka fjöl­skyld­urn­ar á ís­lenska verk­efna­svæð­inu tals­verð­an tíma að jafna sig eft­ir þess­ar for­dæma­lausu ham­far­ir. Fjöl­skyld­urn­ar munu áfram fá mat­ar­birgð­ir og aðra að­stoð frá SOS.

Full­trú­ar SOS Barna­þorp­anna á Ís­landi heim­sóttu þetta til­tekna verk­efna­svæði í janú­ar 2022 við gerð á sjón­varps­þætt­in­um Rúrik og Jói í Malaví.

Fjölskyldueflingin í Ngabu er fjármögnuð að stærstum hluta af Utanríkisráðuneytinu en einnig SOS-fjöl­skyldu­vin­un, mánaðarlegum styrktaraðilum.

Sjá líka:

Rúrik: Þessi ferð gerði mig eig­in­lega orð­laus­an

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið ger­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in

SOS fjöl­skyldu­vin­ur

SOS fjöl­skyldu­vin­ur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjöl­skyldu­vin­ir styrkja fjöl­skyldu­efl­ingu SOS. Sem SOS-fjöl­skyldu­vin­ur kem­urðu í veg fyr­ir að börn verði van­rækt og yf­ir­gef­in. Í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS tök­um við fyrstu skref­in með fjöl­skyld­um út úr sára­fá­tækt svo þær get­ið stað­ið á eig­in fót­um og veitt börn­un­um bjarta fram­tíð. Þú ákveð­ur styrkt­ar­upp­hæð­ina og færð reglu­lega upp­ýs­inga­póst um verk­efn­in sem við fjár­mögn­um.

Mán­að­ar­legt fram­lag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr