Fréttayfirlit 27. júní 2023

Mikil eyðilegging og tjón á íslensku verkefnissvæði í Malaví

Mikil eyðilegging og tjón á íslensku verkefnissvæði í Malaví

Staðfest hefur verið að engin dauðsföll urðu á íslensku verkefnasvæði SOS Barnaþorpanna í Malaví þar sem hitabeltisstormurinn Freddy gekk yfir í febrúar og mars með hörmulegum afleiðingum. Nærri tvö þúsund manns létu lífið í hamförunum í sunnanverðri Afríku.

SOS Barnaþorpin á Íslandi eru með fjölskyldueflingu í Ngabu í suður Malaví, verkefni sem miðar að því að forða um 1.500 börn­um frá að­skiln­aði við illa stadda for­eldra sína í sárafátækt og styðja fjöl­skyld­ur þeirra til fjár­hags­legs sjálf­stæð­is. Gríðarleg eyðilegging varð á verkefnasvæðinu okkar og SOS á Íslandi veitti um þriggja milljóna króna viðbótarstuðning til hjálparaðgerða sem enn standa þar yfir.

Sjá einnig: Við­bót­arstuðn­ing­ur vegna neyð­ar­að­gerða í Mala­ví

Fjölskyldurnar munu áfram fá matarbirgðir og aðra aðstoð frá SOS. Fjölskyldurnar munu áfram fá matarbirgðir og aðra aðstoð frá SOS.

Vannærð börn eftir að 70% uppskeru hvarf

  • 203 þúsund hektarar lands skoluðust í burtu
  • 184 nautgripir drápust
  • Börn vannærð
  • Kólera breiddist út

Mikil eyðilegging varð á íslenska verkefnasvæðinu í Ngabu að sögn verkefnisstjóra okkar á staðnum. 203 þúsund hektarar lands skoluðust í burtu skömmu fyrir uppskeru en 70% hennar skoluðust burt og mikið tjón varð á búfénaði, þar af drápust 184 nautgripir. Stór liður í neyðaraðgerðum SOS á svæðinu hefur því verið að vinna gegn vannæringu barna og gengur sá þáttur vel. Einnig hefur gengið vel að draga úr tilfellum kóleru sem hefur breiðst út í héraðinu vegna skorts á salerni á sumum heimilum.

Með stuðningi almannavarna hefur mörgum fjölskyldum tekist að reisa bráðabirgðaskýli en neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna er hvergi nærri lokið. Það mun taka fjölskyldurnar á íslenska verkefnasvæðinu talsverðan tíma að jafna sig eftir þessar fordæmalausu hamfarir. Fjölskyldurnar munu áfram fá matarbirgðir og aðra aðstoð frá SOS.

Fulltrúar SOS Barnaþorpanna á Íslandi heimsóttu þetta tiltekna verkefnasvæði í janúar 2022 við gerð á sjónvarpsþættinum Rúrik og Jói í Malaví.

Fjölskyldueflingin í Ngabu er fjármögnuð að stærstum hluta af Utanríkisráðuneytinu en einnig SOS-fjölskylduvinun, mánaðarlegum styrktaraðilum.

Sjá líka:

Rúrik: Þessi ferð gerði mig eig­in­lega orð­laus­an

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið ger­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in

SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Mánaðarlegt framlag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr