Réði ekki við að vera einstæður faðir
Fyrir rúmu ári sögðum við ykkur frá bosnísku feðgunum Mirza og Haris sem fyrir tilstilli Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna voru sameinaðir á ný eftir aðskilnað. Starfsfólk SOS í Sarajevó hittir feðgana reglulega og nú getum við kynnst þeim enn betur í meðfylgjandi myndbandi. Í því er rætt við feðgana sem eru nú nánari en nokkru sinni fyrr.
Sér eftir að hafa gengið í skrokk á 11 ára syni sínum
Mirza réði illa við að vera einstæður faðir og beitti Haris ofbeldi og var handtekinn. Hann missti forræðið yfir Haris og útlit var fyrir að drengurinn þyrfti að fara í fóstur því hann átti móður sína ekki að. Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna í Sarajevó kom feðgunum til bjargar og með uppeldisþjálfun og ráðgjöf náði Mirza tökum á föðurhlutverkinu. Haris flutti aftur til föður síns og eftir það eru þeir nánari en nokkru sinni fyrr.
Þakklátur fyrir Fjölskyldueflingu SOS
„SOS Barnaþorpin hjálpuðu mér mjög mikið, sérstaklega af því að það var enginn sem ég gat leitað til. Þökk sé aðstoð þeirra var auðveldara að komast yfir erfiðleikana meðan ástandið var svona. Við erum enn þann dag í dag í sambandi við SOS Barnaþorpin," segir Mirza.
Vill gera pabba stoltan
Haris er stoltur af föður sínum og vill gera föður sinn stoltan af sér. „Hann fórnaði öllu svo ég gæti átt eðlilegt líf sem barn, svo ég finni fyrir öryggi, og ég sé eins og öll önnur börn. Ég vil gera pabba hamingjusaman og að hann sé stoltur af mér," segir Haris.
Fjölskyldueflingin í Sarajevó er eitt af 580 slíkum verkefnum SOS Barnaþorpanna um heim allan og þau eru sérsniðin að aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Skjólstæðingar Fjölskyldueflingar SOS á heimsvísu eru alls 395,000 talsins, börn og sárafátækir foreldrar þeirra.
SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna Fjölskyldueflingarverkefni í Eþíópíu.
Í verkefninu í Tulu Moye í Eþíópíu hjálpum við 567 fjölskyldum og í þeim eru 1609 skjólstæðingar.
Fjölskylduvinir SOS Barnaþorpanna ráða sjálfir upphæðinni sem þeir greiða mánaðarlega til að hjálpa fjölskyldunum í okkar verkefnum.
Nýlegar fréttir
SOS blaðið 2024 komið út
SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...