Fréttayfirlit 5. nóvember 2019

Svona gera þær heimagerð dömubindi

Svona gera þær heimagerð dömubindi

Fjölskyldueflingin okkar á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu snýr að mörgum þáttum sem lúta að því að efla þær sárafátæku barnafjölskyldur sem við erum að hjálpa. Liður í eflingunni er að bæta hreinlætisaðstöðu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi er gaman að segja frá því að nokkrar stúlkur á svæðinu tóku upp á því í sjálfboðaliðastarfi að kenna unglingsstúlkum í þessum fjölskyldum að búa til heimagerð dömubindi.

Ekki var gert ráð fyrir þessum þætti í áætlunargerð fyrir Fjölskyldueflinguna en umsjónarfólki verkefnisins í Tulu Moye leist svo vel á uppátækið að brugðist var við með því að útvega stúlkunum það sem þarf til dömubindagerðarinnar.

Á ferð okkar til Tulu Moye fyrr á þessu ári hittum við stúlkurnar í þessum sjálfboðaliðastörfum á skrifstofu verkefnisins í þorpinu Iteya. Þær vildu gjarnan sýna Fjölskylduvinum SOS á Íslandi aðferð sína við gerð dömubindanna sem sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Þær vefja grisju utan um bómull og loka með saumi. Hægt er að endurnýta dömubindin með því að losa sauminn á grisjunni sem svo er þvegin og skipt er um bómull. Einnig koma við sögu nál, tvinni, og rakvélablað en sjón er sögu ríkari.

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...