Frétta­yf­ir­lit 9. ág­úst 2018

Við­kvæm á mót­un­ar­ár­un­um

Fjöl­skyldu­efl­ing SOS Barna­þorp­anna snýr með­al ann­ars að því að styrkja inn­viði sam­fé­lags­ins í ná­grenni þorp­anna og okk­ur þyk­ir alltaf ánægju­legt að sýna styrktarað­il­um dæmi um góð­an ár­ang­ur af fram­lög­um þeirra. Paul­ine Mhako er 34 ára kennslu­kona í Simba­bve sem hef­ur oft þurft að grípa inn í erf­ið­ar að­stæð­ur ungra barna á sín­um sjö árum í kenn­ara­starf­inu. Hún kenn­ir fimm og sex ára börn­um í SOS Maize­lands leik­skól­an­um í Bindura.

5 ára með snerti­fælni

Paul­ine tók eft­ir því á síð­asta ári [2017] að einn nem­enda sinna, 5 ára stúlka sem hér er nefnd Runa­ko, gat vart hald­ið á penna til að teikna og var hún auk þess hald­in mik­illi snerti­fælni. „Hún var mjög hrædd við alla mann­lega snert­ingu svo ég skoð­aði bak­grunn henn­ar í sam­starfi við skóla­stjór­ann. Við héld­um ráð­gjaf­ar­fundi með for­eldr­um henn­ar til að kom­ast að rót vand­ans. Í ljós kom að Runa­ko bjó hjá móð­ur sinni sem var nýgift öðr­um manni en föð­ur Runa­ko og eldri systkini henn­ar beittu hana of­beldi. Það skýrði hegð­un henn­ar í skól­an­um en eft­ir að öll fjöl­skyld­an hafði feng­ið fé­lags­ráð­gjöf á veg­um SOS breytt­ist hegð­un stúlk­unn­ar til hins betra. Hún er nú öll líf­legri og ham­ingju­sam­ari.“ seg­ir Paul­ine sem er sí­fellt að leita að hættu­merkj­um í hegð­un barn­anna sem hún kenn­ir.

Forsidumynd.jpg

Van­rækt af ömmu sinni

Mik­il­vægt er að rýna í hegð­un barn­anna sem eru á við­kvæmi stigi mót­un­ar­ára sinna. Paul­ine nefn­ir ann­að dæmi um 5 ára stúlku sem hér er nefnd Un­athi. Hún var of­beld­is­hneigð í garð skóla­skystkina sinna, lagði þau í einelti, stal matn­um þeirra og kom í skól­ann í rifn­um og skít­ug­um föt­um.

„Við kom­umst að því að móð­ir Un­athi var dáin og fað­ir henn­ar hafði stung­ið af án þess að skilja eft­ir sig nokkra fjár­hags­að­stoð. Amma henn­ar hafði tek­ið við upp­eld­inu og van­rækti barn­ið. Henni fannst mjög yf­ir­þyrm­andi á þess­um aldri að taka við svona ungu barni.“ seg­ir Paul­ine og bend­ir á að reiði og bit­ur­leiki ömm­unn­ar hafi bitn­að á litlu stúlk­unni. En með fé­lags­ráð­gjöf SOS Barna­þorp­anna og fræðslu er amma Un­athi núna mun vilj­ugri til að gæta barna­barns síns og hef­ur hegð­un Un­athi gjör­breyst í skól­an­um. Hún er nú kurt­eis lít­il stúlka með heil­brigt við­horf.

Hafa ekki trú á fræðsl­unni

Það enda þó ekki all­ar sög­ur svona vel að sögn Paul­ine sem seg­ir að enn séu marg­ir for­eldr­ar og for­ráða­menn séu ekki vilj­ug­ir til þess að þiggja ráð­gjöf í upp­eld­is­fræð­um. „Þau eru brenni­merkt af erfiðri æsku og hafa ekki trú á slíkri mennt­un eða ráð­gjöf. En þrátt fyr­ir all­ar þess­ar áskor­an­ir veit­ir kennsl­an mér mikla ánægju. Þeg­ar ég verð vitni að svona já­kvæð­um breyt­ing­um eins og hjá Runa­ko og Un­athi er ég að hafa lang­tíma­áhrif á barn. Ég er því ekki bara kenn­ari held­ur ann­að tæki­færi fyr­ir barn­ið til að eiga betri fram­tíð.“ seg­ir Paul­ine.

Ís­land fjár­magn­ar verk­efni

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi fjár­magna tvö Fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni líkt og því sem sagt er frá hér að ofan, eitt í Eþí­óp­íu og ann­að í Perú. Fjöl­skyldu­vin­ir SOS Barna­þorp­anna halda uppi Fjöl­skyldu­efl­ingu sam­tak­anna og eru þeir um eitt þús­und tals­ins á Ís­landi.

Hægt er að gerast SOS-fjölskylduvinur með mánaðarlegu framlagi frá eitt þúsund krónum á mánuði eða frjálsum framlögum á heima­síð­unni sos.is

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...