Sól­blóma­leik­skól­ar

Sól­blóma­leik­skól­ar SOS Barna­þorp­anna er sam­starfs­verk­efni milli SOS Barna­þorp­anna og leik­skóla á land­inu. Um er að ræða verk­efni þar sem leik­skóla­börn­in fá tæki­færi til að fræð­ast um börn í öðr­um lönd­um, fá að kynn­ast menn­ingu þeirra og að­stæð­um ásamt því að leggja sitt af mörk­um til að gera heim­inn að betri stað.

Öll börn eiga sömu rétt­indi, sama hvar þau búa. Börn um all­an heim fæð­ast með sömu getu og hæfi­leika til að blómstra en stund­um hef­ur um­hverf­ið sem þau al­ast upp í áhrif á tæki­færi þeirra. SOS Barna­þorp­in ásamt Sól­blóma­leik­skól­um lands­ins tryggja að enn fleiri börn heims­ins fái tæki­færi til að blómstra.

Hug­mynd­in að verk­efn­inu kem­ur frá SOS Barna­þorp­un­um í Nor­egi og varð sól­blóm­ið val­ið sem tákn verk­efn­is­ins, enda eru sól­blóm og börn ekki svo ólík, þau þarfn­ast bæði um­hyggju og nær­ing­ar til að vaxa og dafna.

Marg­ir Sól­blóma­leik­skól­ar hafa val­ið eina af eft­ir­far­andi leið­um til að styðja við starf SOS Barna­þorp­anna:

  • Með því að ger­ast SOS for­eldr­ar (Þá styrkja þeir eitt ákveð­ið barn í SOS barna­þorpi eða öll börn­in í barna­þorp­inu, sjá nán­ar HÉR).
  • Með söfn­un þar sem pen­ing­arn­ir eru nýtt­ir í neyð­ar­verk­efni á veg­um SOS Barna­þorp­anna

Fræðslu­efni Sól­blóma­leik­skóla 2024-2025 - EÞÍ­ÓPÍA

Myndböndin 2024-2025

 

Fræðslu­efni Sól­blóma­leik­skóla Bosn­ía-Her­segóvína 2022-2023

Myndböndin 2022-2023

  

Fræðslu­efni Sól­blóma­leik­skóla Víet­nam 2020-2021

Mynd­bönd­in 2020-2021

Vegg­spjöld­in 2020-2021

Hér er hægt að nálg­ast öll vegg­spjöld­in á power po­int formi

Svona eru Sól­blóma­leik­skól­ar

Hér fyr­ir neð­an má sjá sjón­varps­um­fjöll­un Hring­braut­ar um Sól­blóma­leik­skóla SOS. Far­ið var í heim­sókn í leik­skól­ann Álfa­heiði í Kópa­vogi sem er fyrsti Sól­blóma­leik­skól­inn á Ís­landi. Hér má svo lesa frétt okk­ar sem skrif­uð var upp úr innslag­inu.

Fræðslu­efni

Sól­blóma­leik­skól­ar fá til­bú­ið fræðslu­efni frá SOS Barna­þorp­un­um sem þeir geta nýtt til að fræða leik­skóla­börn­in um önn­ur lönd og aðra menn­ing­ar­heima og hversu mik­il­vægt það sé að bera virð­ingu fyr­ir öðr­um þó svo að lifn­að­ar­hætt­ir og að­stæð­ur séu öðru­vísi en þau þekkja sjálf.

Fræðslu­efn­ið er í formi vegg­spjalda og mynd­banda þar sem mis­mun­andi lönd eru kynnt og saga ákveð­inna barna í barna­þorp­um sögð. Far­ið er yfir rétt­indi barna og börn­un­um gefst svo tæki­færi til að ræða sam­an um efn­ið. Einnig er hægt að nálg­ast upp­skrift­ir og leiki frá ýms­um lönd­um sem hægt er að kenna börn­un­um.

SOS Barna­þorp­in bjóða einnig upp á kynn­ing­ar í Sól­blóma­leik­skól­um (bæði fyr­ir börn og starfs­fólk/for­eldra) og geta einnig tek­ið þátt í há­tíð­um og söfn­un­um sem leik­skól­inn stend­ur fyr­ir.

Sól­blómagleði og Sól­blóma­há­tíð

Á hverju ári standa SOS Barna­þorp­in fyr­ir Sól­blóma­há­tíð sem öll­um Sól­blóma­leik­skól­um gefst kost­ur á að taka þátt í. Leik­skól­arn­ir fá send­an til sín há­tíðarpakka sem hver leik­skóli get­ur not­að til að halda sína eig­in Sól­blóma­há­tíð. Þá gera leik­skóla­börn­in og starfs­menn leik­skól­ans sér glað­an dag, kynna sér mis­mun­andi menn­ing­ar­heima, mat eða hvað svo sem börn­um og starfs­fólki dett­ur í hug.

Það geta all­ir leik­skól­ar orð­ið Sól­blóma­leik­skól­ar! Reynsl­an með verk­efn­inu hef­ur sýnt fram á að þátt­taka í því hef­ur já­kvæð áhrif á börn­in, þau læri um ólíka menn­ing­ar­heima og venj­ur og sjá að fjöl­skyld­ur geta líka ver­ið mis­mun­andi.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar er hægt að fá hjá Hjör­dísi fræðslu­full­trúa á hjord­is@sos.is eða í síma 564-2910.

Grunn­skól­ar

Kynn­ing­ar í grunn­skól­um

SOS Barna­þorp­in bjóða grunn­skól­um lands­ins upp á kynn­ingu á starf­semi sam­tak­anna, lönd­un­um sem við störf­um í, börn­un­um sem þar búa og rétt­ind­um þeirra. Einnig er hægt að hafa sam­band ef þið haf­ið sér­stak­ar ósk­ir.

Hægt er að bóka kynn­ingu í síma 564 2910 eða á hjord­is@sos.is.

SOS Barna­þorp­in standa einnig fyr­ir Öðru­vísi jóla­da­ga­tali á hverju ári þar sem grunn­skól­um býðst að taka þátt. Nán­ar er hægt að lesa um daga­tal­ið í sér­stök­um kafla.