Stefnur og reglur
SOS Barnaþorpin eru sjálfstæð félagasamtök sem starfa í þágu barna og eru óháð stjórnmálaöflum. Við virðum mismunandi trúarbrögð og menningarheima og störfum í löndum/samfélögum þar sem við getum stuðlað að þróun. Við störfum samkvæmt okkar sýn, stefnu og gildum (eins og útskýrt er í heftinu Who We Are), gæðastöðlum samtakanna, meðal annars stefnu um vernd barna og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en við störfum í anda hans.
Okkar sýn
Öll börn eiga að vera hluti af fjölskyldu og alast upp við ást, virðingu og öryggi.
Okkar stefna
Við myndum fjölskyldur fyrir börn í neyð, hjálpum þeim að móta sína eigin framtíð og stuðlum að framförum í samfélagi þeirra.
Okkar gildi
HUGREKKI Við grípum til aðgerða
SKULDBINDING Við stöndum við loforð okkar
TRAUST Við höfum trú hvert á öðru
ÁBYRGÐ Við erum ábyrgur samstarfsaðili
Þetta eru okkar grunngildi og stefna sem samtökin eru byggð á; undirstaða árangurs okkar. Aðgerðir okkar, ákvarðanir og sambönd byggja á þessum gildum þegar við vinnum að stefnu okkar og velferð þeirra barna sem okkur hefur verið treyst fyrir. Þá byggja SOS Barnaþorpin á þessum grunngildum m.a. til að halda orðspori okkar sem barnahjálparsamtaka sem leggja áherslu á gæði og heilindi ásamt því að bera virðingu fyrir réttindum allra einstaklinga í anda mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samtökin eru einnig meðvituð um utanaðkomandi reglur og viðmið sem halda réttindum barna og almennum mannréttindum á lofti.
Samþykktir SOS Barnaþorpanna
Félagasamtökin heita SOS Barnaþorpin. Samtökin starfa samkvæmt lögum nr. 119/2019, um félög til almannaheilla sem starfa yfir landamæri. Samtökin eru óopinber og ópólitísk frjáls félagasamtök sem starfa óháð trúfélögum og eru ekki rekin í hagnaðarskyni.
Sjá samþykktir frá aukaaðalfundi 8. febrúar 2024
Siðareglur
SOS Barnaþorpin hafa útbúið siðareglur til að halda siðferðislegum og faglegum viðmiðunum sem hæstum fyrir alla starfsmenn og einstaklinga sem tengjast samtökunum – að teknu tilliti til laga í þeim löndum sem við störfum í.
Markmið siðareglnanna er ekki að refsa heldur að auka þekkingu og mynda ramma fyrir starfsmenn og aðra sem tengdir eru samtökunum. Einnig eru siðareglurnar ætlaðar til að vernda starfsmenn frá röngum ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð barna.
Siðareglur SOS Barnaþorpanna (pdf)
Persónuverndaryfirlýsing
Við berum virðingu fyrir þér og persónuupplýsingum þínum og viljum að þú sért upplýst(ur) um það með einföldum hætti hvernig og af hverju við söfnum, notum, og varðveitum persónuupplýsingar um þig og hvaða réttindi þú hefur gagnvart okkur.
Persónuverndaryfirlýsing SOS Barnaþorpanna má finna hér
Skilmálar og skilyrði
Við höfum útbúið skilmála sem gilda fyrir vefverslun og styrktarsíður SOS Barnaþorpanna. Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur eða gerist styrktaraðili með mánaðarlegu- eða stöku framlagi á www.sos.is
Skilmálar og skilyrði
Reglur vegna ofbeldis- og kynferðisbrotamála
SOS Barnaþorpin leggja ríka áherslu á að skapa öruggt umhverfi fyrir öll börn, ungmenni, fullorðna og þá sem samtökin vinna með. Meðfylgjandi er stefna SOS Barnaþorpanna í vörnum og forvörnum gegn kynferðislegri áreitni, misneytingu og ofbeldi og er hún byggð á siðareglum og reglugerðum um barnavernd og kynjajafnrétti auk annarra heilindaþátta samtakanna.
Regur SOS vegna ofbeldis- og kynferðisbrotamála (pdf)
Sjálfbærnistefna SOS
Markmiðið með sjálfbærnistefnu SOS Barnaþorpanna er að formfesta og lýsa yfir þeim eindregna vilja stjórnar og stjórnenda samtakanna að viðhafa góða og ábyrga stjórnarhætti, lágmarka neikvæð áhrif starfseminnar á umhverfið og hlúa að velferð allra helstu hagaðila, s.s. skjólstæðinga og starfsfólks.