Stefn­ur og regl­ur

SOS Barna­þorp­in eru sjálf­stæð fé­laga­sam­tök sem starfa í þágu barna og eru óháð stjórn­mála­öfl­um. Við virð­um mis­mun­andi trú­ar­brögð og menn­ing­ar­heima og störf­um í lönd­um/sam­fé­lög­um þar sem við get­um stuðl­að að þró­un. Við störf­um sam­kvæmt okk­ar sýn, stefnu og gild­um (eins og út­skýrt er í heft­inu Who We Are), gæða­stöðl­um sam­tak­anna, með­al ann­ars stefnu um vernd barna og barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna en við störf­um í anda hans.

Okk­ar sýn

Öll börn eiga að vera hluti af fjöl­skyldu og al­ast upp við ást, virð­ingu og ör­yggi.

Okk­ar stefna

Við mynd­um fjöl­skyld­ur fyr­ir börn í neyð, hjálp­um þeim að móta sína eig­in fram­tíð og stuðl­um að fram­förum í sam­fé­lagi þeirra.

Okkar gildi

HUG­REKKI Við gríp­um til að­gerða
SKULD­BIND­ING Við stönd­um við lof­orð okk­ar
TRAUST Við höf­um trú hvert á öðru
ÁBYRGÐ Við erum ábyrg­ur sam­starfs­að­ili

Þetta eru okk­ar grunn­gildi og stefna sem sam­tök­in eru byggð á; und­ir­staða ár­ang­urs okk­ar. Að­gerð­ir okk­ar, ákvarð­an­ir og sam­bönd byggja á þess­um gild­um þeg­ar við vinn­um að stefnu okk­ar og vel­ferð þeirra barna sem okk­ur hef­ur ver­ið treyst fyr­ir. Þá byggja SOS Barna­þorp­in á þess­um grunn­gild­um m.a. til að halda orð­spori okk­ar sem barna­hjálp­ar­sam­taka sem leggja áherslu á gæði og heil­indi ásamt því að bera virð­ingu fyr­ir rétt­ind­um allra ein­stak­linga í anda mann­rétt­inda­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Sam­tök­in eru einnig með­vit­uð um ut­an­að­kom­andi regl­ur og við­mið sem halda rétt­ind­um barna og al­menn­um mann­rétt­ind­um á lofti.

Sam­þykkt­ir SOS Barna­þorp­anna

Fé­laga­sam­tök­in heita SOS Barna­þorp­in. Sam­tök­in starfa sam­kvæmt lög­um nr. 119/2019, um fé­lög til al­manna­heilla sem starfa yfir landa­mæri. Sam­tök­in eru óop­in­ber og ópóli­tísk frjáls fé­laga­sam­tök sem starfa óháð trú­fé­lög­um og eru ekki rek­in í hagn­að­ar­skyni.

Sjá sam­þykkt­ir frá auka­að­al­fundi 8. fe­brú­ar 2024

Siða­regl­ur

SOS Barna­þorp­in hafa út­bú­ið siða­regl­ur til að halda sið­ferð­is­leg­um og fag­leg­um við­mið­un­um sem hæst­um fyr­ir alla starfs­menn og ein­stak­linga sem tengj­ast sam­tök­un­um – að teknu til­liti til laga í þeim lönd­um sem við störf­um í.

Markmið siða­regln­anna er ekki að refsa held­ur að auka þekk­ingu og mynda ramma fyr­ir starfs­menn og aðra sem tengd­ir eru sam­tök­un­um. Einnig eru siða­regl­urn­ar ætl­að­ar til að vernda starfs­menn frá röng­um ásök­un­um um óvið­eig­andi hegð­un í garð barna.

Siða­regl­ur SOS Barna­þorp­anna (pdf)

Per­sónu­vernd­ar­yf­ir­lýs­ing

Við ber­um virð­ingu fyr­ir þér og per­sónu­upp­lýs­ing­um þín­um og vilj­um að þú sért upp­lýst(ur) um það með ein­föld­um hætti hvernig og af hverju við söfn­um, not­um, og varð­veit­um per­sónu­upp­lýs­ing­ar um þig og hvaða rétt­indi þú hef­ur gagn­vart okk­ur.

Per­sónu­vernd­ar­yf­ir­lýs­ing SOS Barna­þorp­anna má finna hér

Skil­mál­ar og skil­yrði

Við höf­um út­bú­ið skil­mála sem gilda fyr­ir vef­versl­un og styrkt­ar­síð­ur SOS Barna­þorp­anna. Vin­sam­leg­ast kynntu þér þá vand­lega áður en þú pant­ar vör­ur eða ger­ist styrktarað­ili með mán­að­ar­legu- eða stöku fram­lagi á www.sos.is

Skil­mál­ar og skil­yrði

Regl­ur vegna of­beld­is- og kyn­ferð­is­brota­mála

SOS Barna­þorp­in leggja ríka áherslu á að skapa ör­uggt um­hverfi fyr­ir öll börn, ung­menni, full­orðna og þá sem sam­tök­in vinna með. Með­fylgj­andi er stefna SOS Barna­þorp­anna í vörn­um og for­vörn­um gegn kyn­ferð­is­legri áreitni, misneyt­ingu og of­beldi og er hún byggð á siða­regl­um og reglu­gerð­um um barna­vernd og kynja­jafn­rétti auk annarra heil­inda­þátta sam­tak­anna.

Reg­ur SOS vegna of­beld­is- og kyn­ferð­is­brota­mála (pdf)

Sjálf­bærni­stefna SOS

Mark­mið­ið með sjálf­bærni­stefnu SOS Barna­þorp­anna er að form­festa og lýsa yfir þeim ein­dregna vilja stjórn­ar og stjórn­enda sam­tak­anna að við­hafa góða og ábyrga stjórn­ar­hætti, lág­marka nei­kvæð áhrif starf­sem­inn­ar á um­hverf­ið og hlúa að vel­ferð allra helstu hag­að­ila, s.s. skjól­stæð­inga og starfs­fólks.

Sjálfbærnistefna SOS Barnaþorpanna