Stuðningur frá SOS á Íslandi
Verkefnin okkar
Viltu styrkja ákveðið verkefni á okkar vegum?
SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna ýmis umbóta-, þróunar- og neyðarverkefni víða um heim með stuðningi utanríkisráðuneytisins og styrktaraðila SOS. Þessi verkefnin eru öll í þágu barna og ungmenna.
Palestína
Áætlað er að á þriðja tug þúsund barna á Gaza hafi misst annað eða báða foreldra sína í stríðinu sem stendur þar yfir. Neyðin á Gaza er nú orðin slík að ljóst er að efla þarf starfsemi SOS Barnaþorpanna í Palestínu til lengri tíma. Með því að gerast SOS-foreldri barna á Gaza gerist þú mánaðarlegur styrktaraðili SOS barnaþorpsins í Rafah. STYRKJA HÉR
Neyðaraðgerðir SOS í Palestínu
Með aðgerðum okkar í Palestínu hjálpum við fjölskyldum sem orðið hafa viðskila að sameinast á ný og tökum að okkur börn sem misst hafa foreldra sína. Við veitum börnum áfallahjálp og hlúum að geðheilsu þeirra eftir þær miklu hörmungar sem þau hafa upplifað. Gefðu stakt framlag hér.
Súdan
Taktu þátt í neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátaka og hungursneyðar í Súdan. SOS Barnaþorpin á Íslandi taka þátt í fjármögnun neyðaraðgerða SOS í Súdan. Þú getur annað hvort gefið stakt framlag eða gerst mánaðarlegur neyðarvinur. Veldu þá styrktarleið sem hentar þér. STYRKJA HÉR
Úkraína
Neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna í Úkraínu. SOS á Íslandi tekur þátt í fjármögnun aðgerða í Úkraínu. (Styrkja hér)
Malaví
Fjölskylduefling í Ngabu nær beint til 1500 barna og ungmenna í 400 fjölskyldum sem fá ekki grunnþörfum sínum mætt vegna bágra aðstæðna foreldra þeirra eða forráðamanna. Þú getur tekið þátt með því að gerast SOS-fjölskylduvinur.
Rúanda
Fjölskylduefling í Gicumbi héraði þar sem skjólstæðingar eru um 1.400 börn og ungmenni og foreldrar þeirra í 300 fjölskyldum sem búa við sárafátækt. Þú getur tekið þátt með því að gerast SOS-fjölskylduvinur.
Eþíópía
Nýtt verkefni hófst á árinu 2024 í fjölskyldueflingu í Eþíóíupíu sem SOS á Íslandi fjármagnar. Þar hjálpum við 635 börnum og foreldrum þeirra að komast upp fyrir fátæktarmörk og að standa á eigin fótum. Verkefnið hefur einnig óbeint jákvæð áhrif á 11 þúsund íbúa á svæðinu. Þú getur tekið þátt með því að gerast SOS-fjölskylduvinur.
Haítí
Söfnun er lokið fyrir neyðaraðstoð við Haítí eftir jarðskjálfta í ágúst 2021 en þörfin fyrir stuðning er þó enn til staðar og verður áfram um ókomin ár. Til að styðja við SOS Barnaþorpin á Haítí er mælt með að gerast „SOS-foreldri allra barna“ í SOS barnaþorpunum á Haítí. (Gerast SOS-foreldri) Athugaðu að skrifa „Haítí" í athugasemdadálkinn.
Sómalía og Sómalíland
Atvinnuhjálp ungs fólks. Verkefnið SEM nefnist „The Next Economy“ snýst um að þjálfa ungt atvinnulaust fólk til atvinnuþátttöku, bæði þannig að það geti sótt um vinnu hjá öðrum og/eða stofnað sinn eigin atvinnurekstur. Almenningi á Íslandi stendur til boða að styrkja þetta verkefni með stökum framlögum. Til að eyrnamerkja framlag þessu verkefni skal rita „Sómalíland“ í athugasemdadálkinn. STYRKJA HÉR
Tógó
Verkefni gegn kynferðislegri misnotkun á börnum. 56% stúlkna í Tógó eru fórnarlömb kynferðslegrar misneytingar og 17,3% stúlkna verða barnshafandi fyrir 18 ára aldur. Til að eyrnamerkja framlag þessu verkefni skal rita „Tógó“ í athugasemdadálkinn. STYRKJA HÉR
Þeir styrktaraðilar SOS Barnaþorpanna á Íslandi sem greiða stök framlög og valkröfur í heimabanka taka m.a. þátt í fjármögnun þessara og sambærilegra verkefna. Fleiri verkefni eru í undirbúningi og verða þau birt hér. Smelltu á textann til að lesa nánar um verkefnin.