Fréttayfirlit 10. janúar 2023

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS

Ljóðabókin Bragarblóm eft­ir Ragn­ar Inga Að­al­steins­son, einn kunn­asta hagyrð­ing lands­ins, er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin inni­held­ur 75 limr­ur og kom út á 75 ára af­mæl­is­degi Ragnars. Bók­in er gjöf frá Ragn­ari til sam­tak­anna og renn­ur allt sölu­and­virði hennar, kr. 2.500, óskert til SOS Barnaþorpanna.

Ragnar Ingi hefur verið vel­gjörða­mamaður SOS Barna­þorp­anna til fjölda ára. Hann hefur prófarkalesið fréttablað SOS í sjálfboðavinnu í 13 ár og m.a. staðið fyrir hagyrðingakvöldi til styrktar SOS.

Ragn­ar Ingi hef­ur lengst af starf­að sem kenn­ari og var aðjunkt við Kenn­ara­há­skóla Ís­lands/Menntavís­inda­svið H.Í. Hann hef­ur með­fram kennslu feng­ist við ritstörf, einkum ljóða- og náms­efn­is­gerð. Hann hef­ur einnig rit­að fjöl­marg­ar fræði­grein­ar, einkum um brag­fræði.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...