Fréttayfirlit 14. febrúar 2017

Fimm milljónir í neyðaraðstoð SOS í Níger

Níger er eitt fátækasta ríki heims og var í neðsta sæti vísitölunnar um þróun lífsgæða árið 2012. Ástandið í landinu er afar slæmt en hernaðarátök Boko Haram og stjórnarhersins í Nígeríu, sem hófust árið 2009, hafa gríðarleg áhrif á nágrannaríkið Níger.

Vegna þurrka og tíðra náttúruhamfara hefur fæðuöryggi verið lítið í Níger undanfarin ár. Þá hafa hryðjuverkasamtökin Boko Haram ráðist til atlögu í Níger en einnig hafa tugþúsundir flóttamanna frá Nígeríu og Mali komið til landsins. Flestir flóttamennirnir halda til í Diffa en talið er að tæplega sexhundruð þúsund flóttamenn sé á svæðinu. Alls eru 55 flóttamannabúðir í Diffa.

SOS Barnaþorpin hafa verið með neyðaraðstoð í Diffa síðan árið 2015. Eins og alltaf í starfi SOS er mikil áhersla lögð á aðstoð við börn en helstu verkefni aðstoðarinnar eru barnavernd (t.d. uppsetning á barnvænum svæðum), sálrænn stuðningur, matvælaaðstoð, heilbrigðisþjónusta og úthlutun á öðrum nauðsynjum. SOS á Íslandi ákvað á dögunum að styðja neyðaraðstoð SOS í Níger um fimm milljónir króna.

88_0K6A7210.jpg

Samtökin áætla að árið 2017 verði erfitt í Diffa. Tölfræðin sýnir að 50 börn af hverjum þúsund deyja áður en þau ná eins árs aldri. Þá deyja 127 börn af hverjum þúsund fyrir fimm ára aldur. Vannæring er mikið vandamál en tæp 65% barna í Diffa þjást af vannæringu. Það þýðir að á árinu 2017 munu um 70 þúsund börn í Differ þurfa aðstoð vegna vannæringar.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...