Fréttayfirlit 8. maí 2019

Fréttablaði SOS dreift á öll heimili landsins

Fyrsta tölublað ársins 2019 af fréttablaðinu okkar er farið í drefingu og að þessu sinni er blaðinu dreift inn á öll heimili landsins í tilefni af 30 ára starfsafmæli SOS á Íslandi.

Í blaðinu kemur m.a. fram að yfir 73 þúsund Íslendingar hafa styrkt SOS Barnaþorpin á þessum 30 árum og yfir 21 þúsund börn í SOS barnaþorpum hafa átt íslenska styrktarforeldra. 

Einnig er frásögn af heimsókn framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa SOS á Íslandi til Eþíópíu þar sem við hjálpum sárafátækum fjölskyldum til sjálfshjálpar með Fjölskyldueflingu SOS, - umfjöllun um styrktarleiðir SOS Barnaþorpanna, - frásögn styrktarforeldris af heimsókn í barnaþorp í Indlandi - og sýnt hvernig framlögum til SOS er ráðstafað.

En umfram allt, takk Íslendingar fyrir stuðninginn í 30 ár.

Rafræna útgáfu af blaðinu má nálgast hér

Forsíðan_1_2019.jpg

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...