Fréttayfirlit 6. desember 2021

Guðrún prjónaði 60 pör af lopavettlingum fyrir börn í Rúmeníu

Guðrún prjónaði 60 pör af lopavettlingum fyrir börn í Rúmeníu

Í SOS barnaþorpinu í Hemeius í Rúmeníu og nágrenni þess klæðast börn íslenskum lopaklæðnaði í vetur. Á dögunum kom sending til barnaþorpsins frá Íslandi sem í voru m.a. 60 pör af lopavettlingum sem Húsvíkingurinn Guðrún Kristinsdóttir handprjónaði og gaf börnunum. Börnin voru spennt fyrir gjöfinni frá Íslandi eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Vettlingar, sokkar og húfur

Margir muna eftir Guðrúnu síðan hún komst í fréttir RÚV undir lok árs 2019 eftir að hafa handprjónað 57 lopapeysur á börn og starfsfólk barnaþorpsins. Guðrún ákvað fyrst að prjóna eina lopapeysu fyrir styrktardóttur sína í barnaþorpinu en vildi svo ekki skilja hin börnin útundan, og heldur ekki starfsfólkið, og ákvað hún því að prjóna peysur á alla.

Sjá líka: Guðrún prjónaði 57 lopapeysur fyrir barnaþorp

Sjá líka: Lopapeysurnar afhentar í Rúmeníu

Guðrún notaði afgangslopann eftir peysurnar og prjónaði vettlingana sem hún kom til okkar á skrifstofu SOS í Hamraborg í Kópavogi. Þar voru fyrir, sokkar og húfur úr lopa sem annar styrktaraðili hafði fært samtökunum að gjöf og var allur lopaklæðnaðurinn sendur í barnaþorpið þar sem hugsað er til Guðrúnar af hlýju.

Börnin í barnaþorpinu í Hemeius láta sér ekki verða kalt í vetur. Börnin í barnaþorpinu í Hemeius láta sér ekki verða kalt í vetur.

Líka barnafjölskyldur

Vettlingunum, sokkunum og húfunum var dreift til barnanna í barnaþorpinu og í samfélagsþjónustumiðstöð SOS þar sem illa staddar barnafjölskyldur fá aðstoð. Ljóst er að margir munu hlýja sér í íslenska lopanum í vetur.

SOS hjálpar líka illa stöddum barnafjölskyldum með samfélagsaðstoð. Lopaklæðnaðurinn gladdi þessa fjölskyldu og fleiri. SOS hjálpar líka illa stöddum barnafjölskyldum með samfélagsaðstoð. Lopaklæðnaðurinn gladdi þessa fjölskyldu og fleiri.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...