Fréttayfirlit 27. júní 2018

Læknir og baráttukona gegn mansali fengu HG verðlaunin

Hermann Gmeiner verðlaunin voru afhent sl. föstudag 22. júní í Innsbruck í Austurríki og þau hlutu að þessu sinni Maria Anggelina frá Indónesíu, baráttukona gegn mansali og Dr Muruga Sirigere, læknir frá Indlandi sem vetir fátækum fría heilbrigðisþjónustu. Verðlaunin eru nefnd eftir stofnanda SOS Barnaþrpanna, Hermanns Gmeiner og veitt í kringum fæðingardag hans 23. júní.

Viðurkenningin hefur frá árinu 1991 verið veitt hvetjandi einstaklingum sem eftir dvöl hjá SOS Barnaþorpunum á árum áður hafa látið til sín taka og skipt sköpum fyrir samfélag sitt.

Stendur ekki aðgerðarlaus hjá

„Ég get ekki staðið aðgerðarlaus þegar ég horfi upp á þegar horfi upp á réttindi barna og kvenna hrifsuð á brott á ómannúðlegan hátt af grimmu fólki. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa alist upp hjá SOS fjölskyldu. Ég gæti hafa orðið fórnarlamb mansals ef ég hefði ekki búið í SOS barnaþorpinu Flores.“ segir Maria Anggelina í meðfylgjandi myndbandi sem sjá má hér að neðan.

„Á SOS Barnaþorpunum allt að þakka“

Dr. Muruga Sirigere vinnur sem kennari í háskóla og kennir þar læknanemum lífefnafræði. Í frítíma sínum sinnir hann lítilli heilsgæslustöð ásamt vinum sínum og veita þeir fátæku fría læknisþjónustu og útvega því frí lyf. „Allt sem ég geri í dag á ég SOS Barnaþorpunum að þakka. Ég kom þangað 5 ára frá fátækri fjölskyldu.“ segir Dr. Muruga í meðfylgjandi myndskeiði sem sjá má hér að neðan en þar er líka farið yfir sögu hans hjá SOS Barnaþorpunum.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...