Fréttayfirlit 1. mars 2017

Neyðaraðstoð í Mið-Afríkulýðveldinu

SOS Barnaþorpin sinna neyðaraðstoð í Mið-Afríkulýðveldinu en blóðug styrjöld hefur geisað í landinu síðan árið 2013. Talið er að hálf þjóðin, eða rúmar tvær milljónir manna, þurfi á neyðaraðstoð að halda. Aðskilnaður barna og foreldra er stórt vandamál í landinu en talið er að ein og hálf milljón manna sé í hættu.

Eftir að samtökin létu meta aðstæður á svæðinu var ákveðið að leggja mesta áherslu á eftirfarandi þætti:

-Sálræna aðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra, þar á meðal fjölskyldur sem misst hafa heimili sín.

-Menntun og frístundir fyrir börn og ungmenni.

-Næringu fyrir börn, þungaðar konur og konur með börn á brjósti.

Alls hafa 7500 börn komið í átta barnvæn svæði samtakanna þar sem boðið er upp á heita máltíð, sálræna aðstoð, skemmtun og aðstoð við nám. Þá hafa 450 ungmenni sem sýnt hafa merki um áfallastreituröskum hafið skólavist í SOS skólum. Þar fyrir utan hafa þúsundir barna og foreldra fengið matvælaaðstoð og heilbrigðisþjónustu frá samtökunum á síðustu árum.   

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...