Fréttayfirlit 27. mars 2019

Óskum eftir þorpsvinum fyrir Mósambík

Sérstök þörf er nú á stuðningi „Þorpsvina“ við nokkur SOS-barnaþorp og má þar meðal annars nefna barnaþorpið í Beira í Mósambík þar sem fellibylur gekk yfir í síðustu viku. Einhverjar skemmdir urðu á húsum í þorpinu en það sem mestu máli skiptur er að öll börnin og starfsfólk sluppu ómeidd. Hins vegar hafa afleiðingar af hamförunum orðið þær að skortur er á hreinu vatni og smitsjúkdómar eins og Malaría og Kólera eru að verða stórt vandamál.

Við hvetjum ykkur sem getið til að ganga til liðs við okkur og gerast SOS barnaþorpsvinir. Það er hægt að gera á einfaldan hátt hér á heimasíðu okkar.

Yfir 600 Íslendingar eru þorpsvinir

Sem SOS-barnaþorpsvinur styrkir þú eitt ákveðið barnaþorp með mánaðarlegu framlagi sem nemur 3.400 krónum. Þetta gera yfir 600 Íslendingar í dag og erum við ykkur einstaklega þakklát. Tvisvar á ári færðu senda skýrslu um lífið í barnaþorpinu þínu og helstu viðburði sem þar hafa átt sér stað. Framlag þitt fer í að greiða ýmsan kostnað við daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa.

Þorpsvinir geta valið sér svæði fyrir „sitt þorp“ og í því samhengi viljum við líka benda á að þörf er á stuðningi við þorp í fleiri löndum eins og Haítí, Sómalíu, Palestínu, Dóminíska lýðveldinu, Sýrlandi, Eþíópíu, Albaníu og Bólivíu.

572 SOS barnaþorp eru í heiminum og í þeim búa um 90 þúsund börn sem hafa misst foreldraumsjón. Í þorpunum fá þessi umkomulausu börn fjölskyldu á ástríku heimili, þau ganga í skóla og fá öllum grunnþörfum sínum mætt.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...