Fréttayfirlit 30. ágúst 2021

Peningagjöf eykur framtíðarmöguleika styrktarbarnsins

Peningagjöf eykur framtíðarmöguleika styrktarbarnsins

Framtíðarreikningur SOS Barnaþorpanna er frábær leið til að auka möguleika styrktarbarns þíns í framtíðinni. Þær peningagjafir sem lagðar eru inn á þennan reikning fara óskiptar til viðkomandi barns. SOS barnið fær sjóðinn afhentan þegar það yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum. Algengt er að sjóðurinn nýtist til íbúðarkaupa eða fjármögnunar á frekara námi.

Styrktarforeldrar ráða sjálfir peningaupphæðinni hverju sinni. Einfaldast er að greiða inn á framtíðarreikninginn á Mínum síðum hér á heimasíðunni okkar.

Einnig er hægt að leggja beint inn á reikninginn.

Framtíðarreikningur SOS: 0334-26-51092
Kennitala: 500289-2529

Nóg er að kennitala styrktarforeldris komi fram í greiðslunni svo peningagjöfin berist á barninu/ungmenninu. Þegar styrktarbarni er gefin peningagjöf fær styrktarforeldri sent þakkarbréf þar sem staðfest er að gjöfin hafi borist.

Þetta nýta sér fjölmargir styrktarforeldrar og hvetjum ykkur eindregið til þess að auka framtíðarmöguleika ykkar styrktarbarns með þessum hætti.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...