Fréttayfirlit 20. janúar 2021

Röng dagsetning á kröfu í heimabanka

Röng dagsetning á kröfu í heimabanka

Þau mistök voru gerð í dag, miðvikudag 20. janúar, að mánaðarlegum styrktaraðilum SOS var send krafa í heimabanka með rangri dagsetningu. Krafan á að vera fyrir febrúar 2021 en birtist sem krafa fyrir janúar 2021. Við viljum taka skýrt fram að þessi krafa er fyrir febrúar 2021 með eindaga 15. febrúar.

Engir dráttarvextir reiknast á þessa kröfu og er óþarfi að greiða hana fyrr en í febrúar. Rétt dagsetning verður uppfærð á heimabankakröfunni.

Afsakaðu þessi mistök og takk fyrir skilninginn.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...