Fréttayfirlit 1. júní 2017

SÁ Fashion styrkir SOS

Nokkrir drengir úr Árbæjarskóla afhentu SOS Barnaþorpunum 40.000 krónur í vikunni. Drengirnir voru í valfaginu Startup Árbær sem gengur út á nýsköpun en þar stofnuðu þeir fyrirtækið SÁ Fashion og rann hluti af ágóðanum til SOS Barnaþorpanna.

Verkefni drengjanna fólst í hönnun á peysum sem gekk afar vel. SOS Barnaþorpin þakka kærlega fyrir framlagið sem fer í endurbyggingu á skóla í hverfinu Alsukkari í Aleppo á Sýrlandi.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...