Fréttayfirlit 19. nóvember 2019

Sameinuðu þjóðirnar einblína á börn án foreldraumsjár

Árlega leggja Sameinuðu þjóðirnar sérstaka áherslu á atriði er varða réttindi barna og mánudaginn 18. nóvember var gefið út formlegt áhersluatriði SÞ fyrir árið 2019. Það snertir SOS Barnaþorpin eins djúpt og mögulegt er, réttindi foreldralausra barna (Children without parental care). Þetta er mjög mikilvægt fyrir SOS Barnaþorpin sem sérhæfa sig einmitt í að hjálpa þessum börnum.

Eitt af hverjum 10 börnum

Innleiðsla þessarar ályktunar SÞ þýðir að aðildarríkin, Ísland þar á meðal, skuldbinda sig til að hjálpa þessum berskjaldaða þjóðfélagshópi sem umkomulaus börn eru. Það er langt frá því að vera sjálfgefið að börn eigi foreldra. Áætlað er að um 220 milljónir barna alist upp ein, hafi misst foreldra sína eða eigi á hættu að missa þá. Það er eitt af hverjum tíu börnum í heiminum.

Í ályktuninni lýsa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna yfir áhyggjum af varnarleysi milljóna barna um heim allan vegna skorts á fullnægjandi stuðningi við börn sem hafa misst foreldraumsjá og illa staddar barnafjölskyldur þar sem hætta er á aðskilnaði barna og foreldra.

Söguleg tímamót fyrir SOS

„Við fögnum þessari ályktun Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem sögulegum tímamótum fyrir fóstursamfélagið,“ segir Siddhartha Kaul, forseti alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna. „Börn í þessum hópi verða oft útundan. Bernska margra barna er rofin vegna skorts á vernd og umönnun. Innleiðsla þessarar ályktunar er bráðnauðsynleg svo yfirvöld í heiminum standi vörð um réttindi barna.“

Með ákyktuninni skuldbinda aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sig til að innleiða lykilþætti í starfi sem lýtur að umönnun munaðarlausra barna svo sem þjálfun og söfnun gagna. Einnig viðurkenna þjóðirnar að nauðsynlegt er að útvega fjölbreytta og einstaklingsmiðaða umönnun og forðast stofnanavæðingu.

70 ára afmælisár SOS

SOS Barnaþorpin vilja lýsa yfir ánægju með þessa alþjóðlegu viðurkenningu á að fjölþætt hætta er ríkjandi í heiminum á aðskilnaði barna og foreldra. Það er einnig sérstakt ánægjuefni að einblínt sé á svo stórt alþjóðlegt vandamál á 70 ára afmælisári SOS Barnaþorpanna. Samtökin hafa á þessum tíma útvegað fjórum milljónum umkomulausra barna SOS-foreldra, -heimili og menntun og mætt grunnþörfum þeirra.

Ályktun Sameinuðu þjóðanna má lesa hér í heild sinni.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...