Fréttayfirlit 4. janúar 2023

Skólabörn í Eþíópíu nota íslenskt námskerfi

Skólabörn í Eþíópíu nota íslenskt námskerfi

15 börn og ungmenni í grunnskóla SOS barnaþorpsins í Bahir Dar í Eþíópíu fengu í desember afhendar spjaldtölvur sem þeim var umbunað með fyrir góðan árangur í stærðfræðiæfingum íslenska æfingakerfisins SmileyTutor. Þetta markar upphafið á samstarfi SOS Barnaþorpanna á Íslandi og styrktarfélagsins Broskalla með stuðningi styrktarsjóðs Hringfarans.

„Það er bjargföst trú mín, eftir að hafa farið á mótorhjóli í gegnum Afríku, að menntun afrískra barna sé mikilvægasta skrefið til að koma Afríku úr sárri fátækt," segir Hringfarinn, Kristján Gíslason sem er að góðu kunnur fyrir sjónvarpsþætti og bækur um ferðalög sín á mótorhjóli umhverfis jörðina. Samhliða því starfrækir hann ásamt eiginkonu sinni, Ásdísi Rósu Baldursdóttur, styrktarsjóð Hringfarans sem veitir fjárhagslegan stuðning til samstarfsins.

Kristján Gíslason fyrir utan SOS barnaþorpið í Addis Ababa í Eþíópíu. Kristján Gíslason fyrir utan SOS barnaþorpið í Addis Ababa í Eþíópíu.
Erfiðasti þröskuldur fyrir nemendur í mörgum löndum Afríku er stærðfræði og þar kemur æfingakerfið SmileyTutor að góðum notum. Gunnar, höfundur SmileyTutor

Hjálpar ungmennum að komast í háskóla

Gunnar Stefánsson og Anna Helga Jónsdóttir, kennarar í tölfræði við Háskóla Íslands, hafa leitt þróun æfingakerfisins í um tvo áratugi og standa fyrir styrktarfélaginu Brosköllum.

„Aðferðafræðin er þannig að nemendur fá umbun í formi punkta (Broskalla eða Smiley) eftir því sem þau vinna sig áfram í kerfinu. Þegar nemandi hefur unnið sig í gegnum efni til stúdentsprófs í stærðfræði og náð þannig milljón Brosköllum má nota þá til að kaupa sér spjaldtölvu og Styrktarfélagið sendir um leið fleiri spjaldtölvur á staðinn,“ segir Gunnar. Vefkerfið sjálft er á smileytutor.is og er opið öllum.

Markmið Styrktarfélagsins Broskalla er að gefa nemendum möguleika á að ná þeirri kunnáttu og færni sem þarf til að komast í háskóla. „Erfiðasti þröskuldur fyrir nemendur í mörgum löndum Afríku er stærðfræði og þar kemur æfingakerfið SmileyTutor að góðum notum,“ bætir Gunnar við.

Gunnar og Anna Helga fyrir utan fangelsið í Naivasha í Kenía þar sem þau settu upp kerfið fyrir fanga. Gunnar og Anna Helga fyrir utan fangelsið í Naivasha í Kenía þar sem þau settu upp kerfið fyrir fanga.

Mikill áhugi hjá stúlkum

SOS barnaþorpið í Bahir Dar fékk í upphafi 15 spjaldtölvur. „Nemendur í Bahir Dar tóku þessu tækifæri fagnandi, sérstaklega þó nokkrar stúlkur sem hættu engu æfingasafni fyrr en þær höfðu náð fullkomnum tökum á hverju þeirra," segir Gunnar. Þess má til gamans geta að 35 af börnunum í SOS barnaþorpinu í Bahir Dar eiga SOS-foreldra á Íslandi.

Aðal styrktarmálefni Hringfarans

Kristján og Ásís Rósa hafa í tilefni af þessu samstarfi gert breytingar á úthlutunaráherslum sjóðsins.  „Héðan í frá verður SmileyTutor verkefnið okkar aðal styrktarmálefni. Ástæðan er fyrst og fremst sú að við finnum fyrir gríðarlegri jákvæðni og árangri af þessu verkefni. Með umbunarþætti kerfisins sjá nemendur tilganginn í að læra og síðar meir munu þau sjá hversu mikilvæg menntun er í öllum framförum," segir Kristján.

Á vef Hringfarans er stutt myndskeið sem útskýrir æfingakerfið SmileyTutor sem bar upphaflega nafnið Tutor-Web.

Þegar fyrstu nemendurnir náðu í nægilega marga Broskalla til að kaupa spjaldtölvu var haldin sérstök athöfn þar sem spjaldtölvurnar voru afhentar. Þegar fyrstu nemendurnir náðu í nægilega marga Broskalla til að kaupa spjaldtölvu var haldin sérstök athöfn þar sem spjaldtölvurnar voru afhentar.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...