Fréttayfirlit 26. október 2018

Skráning fyrir „Öðruvísi jóladagatal“ SOS

Skráning stendur nú yfir í Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna sem við verðum nú með þriðja árið í röð fyrir grunnskóla landsins. Dagana 3.-14. desember verður hægt að opna nýja glugga jóladagatalsins á heimasíðu SOS Barnaþorpanna.

Þar birtast myndbönd frá börnum sem búa víðsvegar um heiminn. Nemendur fá að kynnast börnum í öðrum löndum, aðstæðum þeirra og menningu og læra um leið að jólatíminn snýst ekki síður um að gefa en að þiggja.

Hugmyndin á bak við Öðruvísi jóladagatal er sú að nemendur aðstoði við ýmis verkefni heima fyrir og fái fyrir það örlítinn vasapening sem þau setja í ómerkt umslag. Öll framlögin sem safnast í ár verða nýtt til að styðja við menntun flóttabarna í Grikklandi.

Ef þið hafið áhuga á að vera með eða viljið fá frekari upplýsingar er ykkur velkomið að hafa samband við Hjördísi fræðslufulltrúa, hjordis@sos.is eða í síma 564-2910.

Öðruvísi jóladagatal 2017

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...